fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

Hún hætti í námi og ákvað að reyna fyrir sér á Instagram – Þénar þrisvar sinnum meira

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. september 2019 13:46

Alexa Dellanos

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-fyrirsæta með 1,4 milljón fylgjendur segist þéna allt að 8,2 milljónir króna á ári fyrir að deila djörfum myndum.

Alexa Dellanos, 23 ára, er frá Miami. Hún rukkar um 750 þúsund krónur fyrir hverja Instagram-færslu á meðan hún ferðast um heiminn með kærasta sínum Alec Monopoly.

https://www.instagram.com/p/BxnJYP3HWws/

Alexa var í fjölmiðlanámi og ætlaði sér að verða sjónvarpskona en sagði skilið við þann ferill til að verða Instagram-stjarna snemma árs 2018 þegar hún tók eftir því að vinsældir hennar á miðlinum væru að aukast.

„Ég hreinskilnislega vissi ekki hversu mikill peningur væri í Instagram fyrr en ég byrjaði að meika það, nú líður mér eins og mér séu engin takmörk sett,“ segir Alexa við news.com.au.

https://www.instagram.com/p/By0KQzqngGp/

„Ég ákvað að ég myndi þéna þrisvar sinnum meira á samfélagsmiðlum en sem blaðamaður – og það hefði verið frábært tækifæri fyrir mig til að opna dyr mínar að skemmtanabransanum, en ég er að opna þessar dyr fyrir mig sjálf núna.“

Alexa er með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram. Hún ferðast um heiminn með fræga kærasta sínum sem er listamaður, Alec Monopoly. Þau kynntust fyrir einu og hálfi ári síðan og kunna bæði dýra og fína hluti að meta.

Hún deilir myndum af sér léttklæddri ofan á dýrum bílum og í alls konar nærfötum.

https://www.instagram.com/p/Bzq-WGCHS8f/

Lífið sem Instagram-fyrirsæta er þó ekki alltaf dans á rósum. Alexa segir að það séu neikvæðar hliðar við lífsstílinn eins og þegar hún fékk blóm og bónorð sent heim til sín frá ókunnugri manneskju.

„Þetta var svo óhugnanlegt því ég hélt að enginn vissi hvar ég ætti heima. En ég hef flutt í burtu síðan þá. Ég hef einnig fengið sendar typpamyndir frá ókunnugum karlmönnum, en ég blokka viðkomandi alltaf strax því mér finnst þetta ógeðslegt,“ segir Alexa.

Alexa fær líka neikvæð skilaboð og ummæli sem hún segist hunsa. „Fólkið sem er í alvöru annt um mig og stolt af mér er það eina sem skiptir máli,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B14dvJHHz0I/

Til að viðhalda útliti sínu hefur Alexa verið vegan í fimm ár, hreyft sig reglulega og eytt rúmlega þremur milljónum króna í fegrunaraðgerðir.

„Ég fór í brjóstastækkun árið 2018 og varafyllingu. Ég stækkaði líka rassinn minn aðeins sem ég mun tala um á YouTube-rásinni minni bráðlega,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.