fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021

Hún hætti að vinna í heilbrigðisgeiranum til að verða klámstjarna: „Ég hata hvað það hefur gert foreldrum mínum“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 09:30

Silvia Saige.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum síðan ákvað Silvia Saige að pakka niður í töskur og byggja upp nýtt líf í Los Angeles. Hún vann í heilbrigðisgeiranum  en vinnur nú sem klámstjarna og uppistandari.

Silvia Saige, 35 ára, lagði sig fram í skóla, fór í háskóla og fékk starf í geislunarlækningum.

Þrátt fyrir að eyða dögum sínum að hjálpa fólki þá var hún ekki hamingjusöm. Hún ákvað að segja upp og flytja til LA og reyna fyrir sér sem uppistandari, en það hafi verið hennar sanna ástríða lengi.

Eftir nokkra mánuði í LA tók hún aðra risastóra ákvörðun sem myndi breyta lífi hennar til frambúðar, hún byrjaði að starfa í klámbransanum.

Silvia segist vera hamingjusöm í starfi sínu.

Í viðtali við Mirror segist Silvia elska vinnuna sína og getur þénað allt að 150 þúsund krónur fyrir aðeins nokkra klukkustunda vinnu. En henni þykir leiðinlegt hvaða áhrif starf hennar hefur haft á foreldra hennar.

„Ég vildi aldrei að foreldrum mínum myndi líða eins og þeim hafi mistekist. Ég er með háskólagráðu. Ég vil að foreldrar mínir séu jafn stoltir af mér núna eins og þeir voru þegar ég vann í heilbrigðisgeiranum,“ segir Siliva.

„Ég var með nóg af valmöguleikum en ég valdi kynlíf. Það fór í taugarnar á mörgum, meðal annars fjölskyldu minni. Ég myndi elska það ef fjölskylda mín væri stolt af mér og myndi kynna mig sem dóttur sína sem vinnur í kynlífsiðnaðinum, frekar en að fara á ættarmót og þykjast vera einhver önnur. Ég er stolt af því sem ég geri,“ segir Silvia.

Til að byrja með voru foreldrar hennar verulega á móti starfi hennar en nú er faðir hennar aðeins að róast.

„Pabbi er skilningsríkari en mamma mín, hún er trúuð. Augljóslega segist hann óska þess að dóttir sín væri ekki að þessu. En hann skilur að ég er örugg, hamingjusöm og tek góðar ákvarðanir fyrir mig sjálfa. Við tölum ekki um smáatriðin,“ segir Silvia.

„Það er ekkert varðandi líf mitt sem er ekki opinbert. Almenningur getur séð allt, það er mjög frelsandi. Það er gott að vita að það er ekki neitt sem einhver hefur á mig, því ég hef opinberað allt,“ segir Silvia.

Að vinna í klámbransanum hefur opnað ýmsar dyr fyrir Silviu og er hún meðal annars með sinn eigin hlaðvarpsþátt um kynlíf.

„Ég gerði það að mínu markmiði að tala um kynlíf. Við setjum svo mikla skömm í kringum það. Þannig ég hef bara verið að tala um kynlíf við alla,“ segir Silvia.

Silvia hefur unnið í klámiðnaðinum í fimm ár. Hún fer í tökur þrisvar til fimm sinnum í vikum og þénar allt að 150 þúsund krónur fyrir hvert skipti.

Hún lýsir týpískum vinnudegi.

Silvia þarf að vera komin á tökustað um klukkan átta að morgni til. Hennar fyrsta verkefni er að skrifa undir pappíra og staðfesta að hún hafi ekki drukkið áfengi né neytt fíkniefna. Síðan fer hún í förðun og hárgreiðslu sem tekur um eina og hálfa klukkustund.

Næst fer hún í myndatöku, betur þekkt sem „sætu stelpu myndirnar.“ Síðan er hún kynnt fyrir félaga sínum í þessari klámmynd og fleiri myndir eru teknar í hinum ýmsu kynlífsstellingum.

Silvia hefur unnið svo lengi í bransanum að hún þekkir flesta karlkyns klámleikarana sem hún vinnur með, en það eru mikið fleiri kvenkyns leikarar, þannig oft er það einhver ný.

Þau fara síðan í gegnum „já og nei listann“ sinn, hlutir sem þeim líður ekki vel með að gera í tökum.

Á lista Silviu kemur meðal annars fram að hún vill ekki láta slá sig utan undir, ekki skyrpa á sig og ekki segja neitt neikvætt við hana.

Þetta tekur um tíu mínútur og síðan er farið að taka upp klámmyndina, sem tekur um 45 mínútur.

„Ég hef gaman af um 80 prósent af deginum mínum. Ég skemmti mér mjög vel í vinnunni. Ég er hlægjandi allan daginn. 20 prósent af tímanum er þetta eins og alvöru vinna. Þú ert ekki alltaf hrifinn af þeim sem þú ert með og þú ert kannski ekki hrifinn af leikstjóranum,“ segir Silvia.

Silvia telur starfið hafa mjög mikil áhrif á ástarlíf hennar og hefur hún verið einhleyp í tíu ár.

„Það er skömm í kringum þetta. Ég vil ekki vera með einhverjum sem vill fela það sem ég er. Ég vil vera með einhverjum sem er stoltur,“ segir Silvia.

En þrátt fyrir allt það neikvæða sem getur fylgt bransanum þá er Silvia mjög ánægð með ákvörðunina sem hún tók og hún elskar nýja líf sitt.

„Ég er mjög ánægð að ég gerði þetta, ég er mjög stolt af því sem ég hef gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta er sagan á bakvið Coca-Cola málið hjá Ronaldo

Þetta er sagan á bakvið Coca-Cola málið hjá Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kai Havertz telur að stuðningsmenn Chelsea hafi gert óraunhæfar kröfur

Kai Havertz telur að stuðningsmenn Chelsea hafi gert óraunhæfar kröfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Egyptar biðla til Liverpool um að leyfa Salah að spila

Egyptar biðla til Liverpool um að leyfa Salah að spila
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 hérna – Óli Kristjáns gerir upp tímann í Danmörku og horfir til framtíðar

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 hérna – Óli Kristjáns gerir upp tímann í Danmörku og horfir til framtíðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fagmannlegt í Laugardalnum

Fagmannlegt í Laugardalnum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Móðir annars barnsins stígur fram: Honum finnst skrýtið að fullorðið fólk leggi börn í einelti

Móðir annars barnsins stígur fram: Honum finnst skrýtið að fullorðið fólk leggi börn í einelti
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregluhrellir fer í grjótið – Hótanir, ofsóknir og brot á nálgunarbanni enduðu með 9 mánaða fangelsisdómi

Lögregluhrellir fer í grjótið – Hótanir, ofsóknir og brot á nálgunarbanni enduðu með 9 mánaða fangelsisdómi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.