fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Bachelorette-stjarnan Hannah Brown fellir grímuna

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í einlægri færslu sinni á Instagram fellir Hannah Brown loksins grímuna er hún greinir frá þeim raunum sem raunveruleikaþátturinn og atburðarrás undanfarins árs hefur haft á sálarlíf hennar.

„Nú ætla ég að vera hreinskilin. Ég á erfitt og lífið er breytt. Á einu ári hef ég verið þátttakandi í fegurðarsamkeppni, þátttakandi í piparsveinaþætti og verið piparmeyjan í samnefndum þætti. Ég hef orðið ástfangin af mörgum mönnum. Trúlofað mig og slitið trúlofun fyrir augum milljónum manns. Fólk hefur dregið efasemdir um heiðarleika minn og margir dæmt mig hart. Ég hef líka orðið fyrirmynd fyrir ungar konur og hef hvatt til aukinnar umræðu um trúarleg málefni í tengslum við kynlíf.

Í fyrsta skipti bý ég ein og er að reyna fóta mig í fallvöltum heimi þar sem yfir mér vakir fjölmiðlaher sem fylgir mér hvert fótmál. Ég sakna vina minna og fjölskyldunnar sem hefur þurft að fylgjast með lífi mínu þenjast út og springa. Ég fæ samviskubit því ég hef ekki þann tíma sem ég vildi til að sinna þeim. Ég get ekki verið til staðar fyrir fólkið sem skiptir mig mestu máli því ég get rétt svo haldið áfram með mitt eigið líf í augnablikinu.

Höfum það samt alveg á hreinu að ég er ekki að kvarta yfir ævintýrum þessa árs því konan sem lítur nú í spegil hefði komið sömu konu heldur betur á óvart fyrir ári síðan. Ég hef svo margt til að vera þakklát fyrir. En þetta er óplægður akur fyrir mig og það er erfitt að vita ekki hver framvindan verður.

Kannski þarf ég að skrifa þetta niður til að minna mig á að ég er mannleg og það er í lagi að finnast maður yfirbugaður á stundum. Eflaust þurfi þið, kæru lesendur að minna ykkur á það líka. Lífið er fallegt en það er líka tryllt. Það er í lagi að vera sterkur en það má líka sýna veikleika. Ég trúi því að það séu einmitt augnablikin þar sem töfrarnir eigi sér stað. Andinn minn fær í dag tækifæri til að vaxa og dafna í kjölfarið alls þess sem hefur gengið á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.