fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Þrjú ráð sem gætu bjargað kynlífinu

Ragnheiður Eiríksdóttir
Mánudaginn 5. ágúst 2019 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er heilmikil vinna að viðhalda neistanum en margir eru tilbúnir að leggja hana á sig í stað þess að rifta samningnum og snúa sér annað. Hér eru þrjú ráð.

Er svefnherbergið orðið ósexí?

Þú hefur örugglega oft heyrt og lesið að svefnherbergið eigi bara að vera fyrir svefn og kynlíf. Samt eru flestir með alls konar tæknigræjur uppi í rúmi og margir horfa á sjónvarp fyrir svefninn. Það er erfiðara að stinga upp á kynlífi ef makinn er límdur við tölvuskjá horfandi á Netflix. Prófaðu að gera svefnherbergið að tæknilausu svæði, fáðu þér gamaldags vekjaraklukku, loftaðu út daglega og haltu rúmfötunum ferskum og hreinum. Prófaðu svo að skipuleggja stefnumót við makann inni í rúmi – já skipuleggja, þú gætir meira að segja búið til viðburð á Facebook fyrir ykkur tvö/tvær/tvo.

Er lífið að sliga þig?

Skyldur í vinnu og á heimili geta verið sligandi – sérstaklega ef þú ert í krefjandi starfi og kannski með nokkur börn á heimilinu. Stöðugt áreiti gegnum samfélagsmiðla, tölvupóst, skilaboð, börn, maka sem heimtar mat á borðið, þvottavél sem malar gerir það að verkum að lítil orka er eftir til að njóta ásta. Ef líf þitt er svona getur verið alveg nauðsynlegt að bóka tíma til að rækta kynlífssambandið við makann.

Ertu kannski lasin/n?

Ýmsir sjúkdómar geta haft áhrif á kynlöngun og kynhvöt. Sumir þeirra eru þess eðlis að fólk getur gengið með þá ógreinda langtímum saman. Sjúkdómar eins og þunglyndi, járnskortur, síþreyta, vefjagigt, sykursýki og háþrýstingur eru meðal þeirra sem geta haft áhrif á líðan, orku og ekki síst kynhvöt. Ef þú hefur einhvern tíma upplifað langvarandi verki veistu líklega að verkir stroka út allt sem heitir gredda. Ef þú þjáist af óútskýrðri þreytu eða verkjum gæti verið sniðugt að kíkja í heimsókn til heimilislæknisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.