fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Segja frá neikvæðri reynslu af geðdeild: Útskrifaður fimm tímum eftir sjálfsvígstilraun og beðinn um að borga

Heiðrún Gréta
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Gréta er penni á Bleikt. Heiðrún er með jaðarpersónuleikaröskun og skrifar nú reynslu annarra af geðdeild. Hún fékk nokkra einstaklinga til að deila sinni reynslu. Við gefum henni orðið:

Geðsjúkdómar, geðraskanir, geðveiki, geðdeild.

Allt of margir Íslendingar hafa neikvæða sýn á þessum orðum og hvað þau standa fyrir.

Allt of margir nota þessi orð á rangan hátt eða í óréttlátum tilgangi.

„Þú ert svo geðveikur.“

„Ef þú hagar þér ekki þá læt ég leggja þig inn.“

„Ha? Ertu með geðsjúkdóm? Þarf ég að vera hrædd við þig.“

Fyrir þá sem ekki vita það þá eru geðraskanir, raskanir á geðheilbrigði einstaklings. Þær eru mjög algengar og hafa fylgt mannkyninu í gegnum aldirnar. Meðferð, hugmyndafræði og viðhorf til geðraskana tengjast menningu og aðstæðum hverju sinni.

Samkvæmt upplýsingum frá geðdeild þá er tilgangur geðdeildar eftirfarandi:

„Bráðamóttaka geðsviðs er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.“

Því miður þá hafa komið fram ófáar sögur sem benda til þess að geðdeild Landspítalans standi ekki undir sínum tilgangi.

Einstaklingum í sjálfsvígs hugleiðingum hefur verið vísað frá og einstaklingar í geðrofi hafa ekki fengið þá meðhöndlun sem þeir lífsnauðsynlega þurftu á að halda. Oft er ekki hlustað almennilega og því miður eru þá einstaklingar sem þurfa hjálp sendir heim.

Ég fékk nokkra einstaklinga til þess að deila með mér sinni reynslu af geðdeild og hvað þeim fannst þurfa að gera betur.

„Ég lá síðast inni aðfaranótt mánudags. Það var aldrei kíkt á mig og þegar ég sagði þeim frá sjálfsvígshugsunum þá fékk ég „ok“ og labbað i burtu. Mér finnst að þau hefðu getað fylgst betur með mér, spurt mig hvernig mér liði og jafnvel sett mig á sjálfsvígsgát eins og var talað um og ekki gert og ekki útskrifað mig daginn eftir.“

„Þegar X for upp á bráðamóttöku útaf sjálfsvígshugsunum þá sagði hann við geðlækni að hann þorði ekki heim því hann var hræddur um hvað hann myndi gera. Læknirinn gaf honum 3 quentapin og sagði honum að sofa þetta úr sér. Þau hefðu frekar átt að leggja hann inn og hlusta á það sem hann var að segja.“

„Vinur minn reyndi að fremja sjálfsvíg. Þegar sjúkraflutningarmennirnir komu og sóttu hann þá voru þeir að segja brandara og hlógu allan tímann. Sami vinur reyndi fyrir þetta að leggja sig sjálfur inn á geðdeild vegna hræðslu við sjálfan sig, en fékk ekki inngöngu af því að hann var ekki með fyrirfram planað sjálfsvíg í huga.“

„Vinur minn reyndi að fremja sjálfsvíg eftir áfall í æsku. Hann fannst úti og var fluttur á geðdeild. Var útskrifaður 5 tímum seinna og beðinn um að vinsamlegast borga fyrir þjónustuna.“

„Einu sinni fór ég á geðdeild í töluverðri sjálfsvígshættu, en fékk ekki inngöngu af því að ég var rólegur.  Rólegir einstaklingar fremja líka sjálfsvíg.“

En hvert er hægt að leita ef einstaklingum er vísað frá geðdeild? Einstaklingar sem fara niður á bráðamóttöku er bent á að fara á bráðageðdeild og svo öfugt.

Er þessi þjónusta boðleg? Hvað finnst þér?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.