fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Kristjönu var næstum rænt: „Ætluðu þessir fimm menn að nauðga mér og síðan drepa?“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 5. apríl 2019 09:57

Kristjana Rúna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kristjana Rúna var tólf ára gömul bjó hún í litlum bæ í Svíþjóð. Eitt kvöldið mætti Kristjana næstum skelfilegum örlögum. Það munaði litlu að henni hafi verið rænt af hópum manna, en henni tókst að hlaupa í burtu eins og enginn væri morgundagurinn. Kristjana segist hafa fengið sömu óttatilfinningu síðustu helgi á skemmtistað á Íslandi. Hún segist óttast hvað verði um Ísland ef menn sem bera enga virðingu fyrir konum fái að dvelja á landinu.

Kristjana Rúna segir frá þessari átakanlegu reynslu í pistli á Amare.is.

Kvöldið örlagaríka

Kristjana mælti sér mót við vinkonu sína á gatnamótum í hverfinu og ætluðu þær að ganga saman á skólaballið. Hún segir að á þessum gatnamótum gerðist atvik sem hún myndi aldrei gleyma. „Atvik sem vakti upp gríðarlega hræðslu og spurninguna, hvað ef?“ Segir Kristjana á Amare.is.

Í skólanum var Kristjönu kennt að ef menn reyndu að tæla hana til sín þá ætti hún að snúa sér við og hlaupa eins hratt og hún gæti.

Aftur að kvöldinu örlagaríka:

„Á þessum gatnamótum stoppaði bíll sem var fullur af mönnum frá öðrum uppruna. Ein þeirra fór úr bílnum örlítið frá og gekk í áttina að mér. Bíllinn keyrði hægt með manninum,“ segir Kristjana.

Maðurinn spurði hvort Kristjana vissi hvar ein gata í hverfinu væri. En hún ólst upp í þessu hverfi og vissi mætavel að gatan sem þeir spurðu um væri ekki til.

„Framkoma mannsins var furðuleg og augnaráð hans var hræðandi,“ segir Kristjana og bætir við að á þessum tímapunkti fór hún að óttast um öryggi sitt.

„[Ég] leit yfir á bílinn og þá var hann stopp. Annar maður var búinn að stíga út úr bílnum og á leið til okkar. Akkúrat þegar maðurinn sem spurði vegar ætlaði að taka í mig þá sneri ég mér við og hljóp eins hratt og fætur toguðu í átt að heimili systur minnar sem var skammt frá. Þar var ég örugg.“

Kristjana komst í burtu. „Það sem skólinn hafði síendurtekið við mig bjargaði mögulega lífi mínu,“ segir Kristjana.

„Þessa nótt gat ég ekki sofnað. Ég lá vakandi og sá fyrir mér þann hrylling sem þessir menn ætluðu að gera mér. Ætluðu fimm menn að nauðga mér og síðan drepa? Eða yrði mér sleppt þegar þeir hefðu lokið sér af? Þrátt fyrir ungan aldur þá vissi ég hvað menn gera við börn sem þeir ræna. Þetta gerðist allt of oft í [Svíþjóð] og þurftu stelpur og konur að passa sig að ganga ekki einar þegar dimmt var úti. Þetta var plága á annars því fallega landi sem Svíþjóð var.“

Upplifði sama ótta á Íslandi

Kristjana segist hafa upplifað sömu óttatilfinningu síðustu helgi á ónefndum skemmtistað og hún gerði þegar henni var næstum rænt.

„Þrátt fyrir að karlkyns vinir mínir voru með mér þá var hópur manna frá öðrum uppruna það stór að við hefðum aldrei getað átt við þá. Vanvirðingin gagnvart kvenfólki var algjör og framkoma þeirra var á þá leið að kvenfólk væri þeirra eign,“ segir Kristjana og heldur áfram:

„Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ég upplifi þessa sömu hræðslu og ég fann fyrir sem tólf ára stelpa, hér á Íslandi og fullorðin. Hvað ætluðu þeir sér að gera við mig? Af hverju erum við kvenfólk eins og skítur undir skónum hjá þeim? Ég forðaði mér frá aðstæðum með næsta leigubíl sem kom.“

Kristjana segir að þetta atvik hafi fengið hana til að hugsa. „Hvað hefur eiginlega komið fyrir okkar litla Ísland sem á að vera öruggasta land í heimi. Hér fékk ég að vera ein úti á kvöldin, en það mátti ég alls ekki í Svíþjóð. Það hræðir mig ef hér fái að vera menn sem eru aldnir upp eins og konur séu þeirra eign. Alveg sama frá hvaða landi fólk er. Ef engin virðing er borin fyrir kvenfólki, hvar endar þetta fyrir okkur?“

Lestu pistill Kristjönu í heild sinni hér.

Fylgstu með Kristjönu á Snapchat @Kristjana83

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.