fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 19. mars 2019 18:00

Shane Dawson þvertekur fyrir að hafa átt kynferðislegt samneyti við köttinn sinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shane Dawson hefur þurft að hreinsa loftið vegna ummæla sem hann sagði í viðtali árið 2015. Shane Dawson er mjög vinsæl YouTube-stjarna með yfir 21 milljón áskrifendur á miðlinum.

Myndband úr viðtali við Shane Dawson árið 2015 gengur nú um netheima og hefur vakið hörð viðbrögð. Í myndbandinu lýsti Shane kynferðislegum athöfnum með kettinum sínum:

„Einu sinni lagði ég köttinn minn á bakið… Ég glennti út litlu kjúklingaleggina hennar eða eitthvað,“ sagði Shane og útskýrði svo hvernig hann „hömpaði“ magann á kettinum. „Ég brundaði yfir allan köttinn. Þetta var mín fyrsta reynsla af kynlífi. Ég var líka nítján ára.“

Á sunnudaginn opnaði YouTube-stjarnan sig um ummælin á Twitter. Hann sagði að sagan væri ósönn.

„Ég reið ekki kettinum mínum. Ég brundaði ekki yfir köttinn minn. Ég setti ekki typpið mitt neitt nálægt kettinum mínum. Ég hef aldrei gert eitthvað skrýtið með köttunum mínum. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að gera afsökunarmyndbönd eftir það sem gerðist á síðasta ári þannig ég er að reyna að vera eins skilvirkur og heiðarlegur og ég get,“ segir Shane.

„Ég hef margoft beðist afsökunar á öllu heimskulega ruglinu sem ég hef sagt í myndböndum og hlaðvörpum yfir árin. Ég hef margoft lært mína lexíu og ég er öruggari í minni hæfni til að vera skemmtilegur með því að vera bara ég sjálfur og ekki að sjokkera fyrir hlátur,“ segir Shane.

„Þessi saga var ósönn og byggð á heimskulegu uppkasti að grínatriði sem ég gerði aldrei (SEM BETUR FER) og þegar tækifærið kom að vera fyndinn í hlaðvarpinu þá sagði ég söguna eins og hún væri sönn sem var ÓGEÐSLEGT og MJÖG MJÖG HEIMSKULEGT,“ sagði YouTube-stjarnan á Twitter.

„Mitt markmið með hlaðvarpinu og myndböndunum mínum áður fyrr var að segja sjokkerandi sögur sem myndi láta fólk hlæja og öskra: „OMG NEI Í ALVÖRU.“ Og héldu að ég væri ‚svooo klikkaður.“ Þetta er vandræðalegt og ég hata mig sjálfan fyrir það. Núna þegar ég er að gera efni sem mér finnst skemmtilegt og ég er að vera ég sjálfur þá líður mér mikið betur. Mér finnst ég vera loksins að gefa út efni sem hefur merkingu. Ég er ekki að segja að ég hata allt sem ég hef gefið út yfir árin. Það er margt sem ég er stoltur af. En allir móðgandi brandararnir, ýktu sögurnar og óviðeigandi brandararnir eru eitthvað sem ásækir mig enn þá og eitthvað sem ég þarf að lifa við alla daga á netinu. Og það verður aldrei auðveldara.“

Að lokum baðst Shane afsökunar:

„Fyrirgefið hvað ég sagði um köttinn minn. Fyrirgefið allt sem ég hef sagt sem var móðgandi. Og fyrirgefið að vera einhver sem hélt að það væri sjúklega fyndið að vera alltaf móðgandi og sjokkerandi. Fyrirgefið fortíð mína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
Fréttir
Í gær

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.