fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Villikötturinn Bómull var talinn vera blindur – Reyndist vera með einstaklega fallegu augu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kötturinn bómull var illa farinn, vannærður og nær dauða en lífi þegar sjálfboðaliðar fönguðu hann og komu honum í öruggar hendur. Vegna þess hve illa farinn Bómull var höfðu augu hans lokast saman vegna sýkinga og gat hann því ekki leitað sér matar né skýlis.

Stofnandi Animal Friends Project Inc. Carmen Weinberg var miður sín þegar hann fékk Bómul (Cotton) í hendurnar og ákvað hann að taka hann að sér.

„Hann gat ekki einu sinni opnað augun vegna þess að hann var svo slæmur af mítlum. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir hann að vera þarna úti án þess að geta séð neinn. Hann var aleinn og orðinn svo grannur vegna þess að hann gat ekki fundið sér mat,“ Sagði Carmen við The Dodo.

Carmen hugsaði vel um Bómul, passaði upp á hreinlæti hans, gaf honum vel að borða og nokkur mismunandi sýklalyf.

„Við sáum bara hvernig líkami hans fór frá því að vera mjög stífur yfir í það að geta slakað á bara á nokkrum dögum. Hann gat loksins hvílt sig án þess að þurfa stanslaust að klóra sér. Kettir eins og Bómull reiða sig á fólk til þess að ná bata, þeir geta ekki beðið um hjálp. Ég er viss um að fullt af fólki hafi gengið fram hjá honum vegna þess hversu veiklulegur hann leit út, en hann var bara að bíða eftir því að einhver gæfi honum tækifæri.“

Fljótlega fór Bómull að treysta Carmen þrátt fyrir að geta ekki séð hann. Dýralæknar voru sammála um það að líklega myndi Bómull aldrei fá sjónina aftur. Ef til þess kæmi að hann myndi geta opnað augun aftur væri líklegt að sýkingar væru búnar að eyðileggja sjón hans til frambúðar.

„Við héldum að hann væri blindur, að hann myndi verða blindur að eilífu. Dýralæknirinn hélt að jafnvel þó að augu hans myndu jafna sig þá væru þau eyðilögð, en þau voru það ekki. Það var svo dásamlega óvænt. Augu hans voru svo falleg,“ sagði Carmen sem lýsti augnablikinu þegar Bómull opnaði augun sem virkilega fallegu.

Í ljós kom að Bómull hafði sitthvorn litinn á augunum, annað blátt og hitt brúnleitt. Bómull náði heilsu sinni á ný og ákvað Carmen að láta hann til nýrrar fjölskyldu sem væri tilbúin til þess að taka á móti honum.

„Við fengum svo margar umsóknir vegna útlits hans en á endanum þá sá ég hversu háður hann var orðinn mér. Ég hafði það ekki í hjarta mér að láta hann í gegnum aðra stóra breytingu þar sem hann hafði nú þegar gengið í gegnum svo mikið,“ sagði Carmen sem ákvað á endanum að taka Bómul sjálfur í varanlegt fóstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Óskar Smári: „Undir okkur komið að sanna að þessi spá sé góð og gild“

Óskar Smári: „Undir okkur komið að sanna að þessi spá sé góð og gild“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.