fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Bláberja ostakökuís úr smiðju Lilju Katrínar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 11:00

Sunna Gautadóttir Photography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og ástríðubakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir sendir nú frá sér sína fyrstu bók, Minn sykursæti lífsstíll. Lilja deilir hér með lesendum Bleikt uppskrift að bláberjaostakökuís

Ís – Hráefni:
2 bollar rjómi
250 g mjúkur rjómaostur
1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk – 397 g)
1/2 tsk. sítrónubörkur

Aðferð:
Byrjið á því að taka til ílangt brauðform til að skella ísnum í. Þeytið svo rjómann og setjið til hliðar. Þeytið rjómaost, dósamjólk og börk vel saman í skál og bætið síðan rjómanum út í. Blandið honum varlega saman við með sleif eða sleikju. Skellið blöndunni í formið og fyrstið í 4 klukkustundir.

Bláberjablanda – Hráefni:
1 1/2 bolli bláber
3 msk. vanillusykur
2 msk. vatn
1/2 tsk. maíssterkja + 1 msk. vatn

Aðferð:
Setjið bláber, vanillusykur og vatn í pott og eldið yfir meðalhita í 5–7 mínútur. Hér viljum við að bláberin springi og hægt er að hjálpa þeim með því að ýta á þau reglulega með viðarsleif. Blandið síðan maíssterkju og vatni saman í lítilli skál og bætið út í bláberjablönduna eftir þessar 5–7 mínútur. Sjóðið í eina mínútu til viðbótar. Takið pottinn af hellunni, hellið blöndunni í litla skál og kælið í ísskáp þar til ísinn er búinn að vera í frysti í 4 klukkustundir. Takið ísinn úr frystinum og dreifið bláberjablöndunni ofan á hann. Gott er að taka gaffall og dreifa blöndunni með honum til að hún nái aðeins undir yfirborðið. Setjið ísinn aftur í frysti yfir nótt. Ég mæli svo með því að bera þennan unaðslega ís fram með ferskum bláberjum og hafrakexmylsnu. Það er dúndur!

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Soffía syngur sveitasöngva

Soffía syngur sveitasöngva
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.