fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Bláberja ostakökuís úr smiðju Lilju Katrínar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 11:00

Sunna Gautadóttir Photography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og ástríðubakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir sendir nú frá sér sína fyrstu bók, Minn sykursæti lífsstíll. Lilja deilir hér með lesendum Bleikt uppskrift að bláberjaostakökuís

Ís – Hráefni:
2 bollar rjómi
250 g mjúkur rjómaostur
1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk – 397 g)
1/2 tsk. sítrónubörkur

Aðferð:
Byrjið á því að taka til ílangt brauðform til að skella ísnum í. Þeytið svo rjómann og setjið til hliðar. Þeytið rjómaost, dósamjólk og börk vel saman í skál og bætið síðan rjómanum út í. Blandið honum varlega saman við með sleif eða sleikju. Skellið blöndunni í formið og fyrstið í 4 klukkustundir.

Bláberjablanda – Hráefni:
1 1/2 bolli bláber
3 msk. vanillusykur
2 msk. vatn
1/2 tsk. maíssterkja + 1 msk. vatn

Aðferð:
Setjið bláber, vanillusykur og vatn í pott og eldið yfir meðalhita í 5–7 mínútur. Hér viljum við að bláberin springi og hægt er að hjálpa þeim með því að ýta á þau reglulega með viðarsleif. Blandið síðan maíssterkju og vatni saman í lítilli skál og bætið út í bláberjablönduna eftir þessar 5–7 mínútur. Sjóðið í eina mínútu til viðbótar. Takið pottinn af hellunni, hellið blöndunni í litla skál og kælið í ísskáp þar til ísinn er búinn að vera í frysti í 4 klukkustundir. Takið ísinn úr frystinum og dreifið bláberjablöndunni ofan á hann. Gott er að taka gaffall og dreifa blöndunni með honum til að hún nái aðeins undir yfirborðið. Setjið ísinn aftur í frysti yfir nótt. Ég mæli svo með því að bera þennan unaðslega ís fram með ferskum bláberjum og hafrakexmylsnu. Það er dúndur!

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.