fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025

Gómsætar sælkerauppskriftir Telmu Matt

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telma Matthíasdóttir eigandi fitubrennsla.is hefur slegið í gegn með Sælkeraheftunum sínum. Hér deilir hún með okkur tveimur gómsætum sælkerauppskriftum sem allir verða að prófa.

Það er hægt að fylgjast með Telmu á Snapchat: fitubrennsla, þar sem hún brallar og mallar í eldhúsinu á milli þess sem hún æfir sjálf af fullum krafti, þjálfar og hjálpar fólki með að ná tökum á heilbrigðum lífsstíl.

 

Saltaðar súkkulaðitrufflur

Döðlumauk = 200 gr döðlur og ¾ bolli vatn og þeyta að mauki

1 bolli af döðlumauki
30 g möndlumjöl
20 g kókosmjöl
1/4 bolli kakóduft
Ögn af salti

Blandið öllu saman og klessið niður á bökunarpappír
Gott að bleyta puttana til að festast ekki við
Frystið
Takið út og skerið í bita
Bræðið súkkulaði og hellið yfir
Geymið í frysti

Brownie-terta
1/2 banani
1 avocado
1 bolli kasjúhnetur
1/3 bolli hlynsíróp eða fiber síróp
3 msk. kakóduft
1/2 tsk. matarsodi
Súkkulaðibitar að eigin vali

Þeytið saman banana og avocado
Bætið við sírópi, kakódufti og matarsóda
Hrærið svo súkkulaðibitum saman við
Setjið deigið í form og bakið í 10–15 mínútur, fylgist vel með
Látið kólna áður en súkkulaðið er sett ofan á

Súkkulaði
1 ½ msk. kókosolía, fljótandi
1 msk. kakóduft
1 msk. fiber síróp
Blandið öllu vel saman og hellið yfir kökuna

Það má líka setja þessa uppskrift í ferkantað form og gera litla bita.

Fylgjast má með Telmu á heimasíðu hennar, Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.