fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var 15 ára kom drukkinn maður heim til okkar um miðja nótt. Við höfðum gleymt að læsa útidyrahurðinni, hann kom inn, upp á loft og inn í herbergið til okkar Huldu og settist á rúmið mitt,“ skrifar Jóhanna Magnúsdóttir, sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri og fyrrverandi ráðgjafi hjá Lausninni. Maðurinn átti eftir að verða á vegi Jóhönnu aftur og valda henni mikilli vanlíðan.

Við gerum oft lítið úr okkar upplifunum vegna þess að einhver annar eða önnur hefur lent í mun verra,“ segir Jóhanna og telur það vera mikilvægustu skilaboð frásagnar hennar, en hún er svohljóðandi:

„Þegar ég var 15 ára kom drukkinn maður heim til okkar um miðja nótt. Við höfðum gleymt að læsa útidyrahurðinni, hann kom inn, upp á loft og inn í herbergið til okkar Huldu og settist á rúmið mitt. Ég öskraði með „ómanneskjulegu“ hljóði af skelfingu (hélt þetta væri draugur en ég var mjög myrkfælin á þessum tíma – en skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var).

Hulda systir svaf í sama herbergi og hélt í svefnrofanum að ég væri orðin veik og það væri kominn næturlæknir til mín. Bjössi bróðir kom stökkvandi og henti manninum út, sem sagðist hafa farið húsavillt.“

Maðurinn bjó í næsta nágrenni og áreitti hana aftur

„Ég man ekki hvort það var fyrir þetta atvik eða eftir að þessi maður sem bjó í næsta nágrenni – flautaði á eftir mér þegar ég gekk í skólann. Ég fraus, gekk alveg stíf – passaði mig að dilla ekki mjöðmunum (hélt ég væri „vandinn“).

Mörgum, mörgum árum seinna – þegar ég var orðin fullorðin, ráðgjafi hjá Lausninni – sterk kona, rakst ég á þennan mann í sjoppu nálægt vinnustaðnum og þá kom frostið aftur – ég bakkaði út. Ég var svo lánsöm að ganga beint í flasið á kollegum mínum hjá Lausninni og gat sagt þeim frá, en mér varð svo kalt að ég þurfti að pakka mér inn í teppi og fékk líka flensueinkenni.“

 Gerði alltaf lítið úr áfallinu

„Ég hafði alltaf gert lítið úr þessu – þetta væri ekki neitt. En enn og aftur þegar ég hlustaði á Þórdísi Elvu flytja ljóðið sitt áðan um framkomu við stúlkur /konur þá kom þetta eins og filmubútur fyrir augum mér.

Við gerum oft lítið úr okkar upplifunum vegna þess að einhver annar eða önnur hefur lent í mun verra. En allt sem hefur svona áhrif er stórt fyrir okkur sjálfum.“

 Ljóð Þórdísar Elvu hvatti Jóhönnu til að stíga fram

Á alþjóðlega mannréttindadeginum, þann 10. desember, flutti Þórdís Elva Þorvaldsdóttir frumsamið ljóð sitt, Eldgosið, í enskri þýðingu. Þetta ljóð varð Jóhönnu hvatning til að stíga fram með þessa sögu sína. Ljóðið birtist hér að neðan, bæði í texta og flutningi Þórdísar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.