fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025

Íslendingar sem voru með frægum: „Sáust kveðjast innilega fyrir framan Nordica Hotel“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 12. október 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eiga það sameiginlegt að hafa daðrað við fræga fólkið eða verið í löngum eða stuttum samböndum með því. Listinn gæti verið lengri en samböndin og samskiptin sem eru hér talin upp voru öll áberandi á síðum dagblaðanna. Íslendingar slúðruðu um þau, öfunduðust eða styttu sér stundir við að lesa um ævintýri þeirra.

Ágúst Aðalsteinsson og Pink

Stórsöngkonan Pink hélt tónleika á Íslandi árið 2004 sem voru hluti af Evrópuferð hennar. Pink fór mikinn hér á landi og vakti óskipta athygli hvar sem hún fór. Meðal annars lenti, hún í útistöðum við  þáverandi Ijósmyndara Víkurfrétta, Atla Má Gylfason. En hún varð einnig skotin í strák. Ágúst Aðalsteinsson, kallaður Gústi, var á þessum árum skemmtanastjóri veitingastaðarins 22. Tókust náin kynni með Pink og Gústa.

„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta mál. Hallærislegt að vera að tala um þetta í fjölmiðlum. Þetta er bara hress stelpa sem kíkti á klakann,“ sagði Gústi þegar DV óskaði eftir viðtali árið 2004. Heimildir DV herma að Gústa hafi verið boðið í heimsókn til Los Angeles. Í frétt DV sagði:

„Þau sáust kveðjast innilega aðfaranótt fimmtudags fyrir framan Nordica Hotel. Þá var Pink á leið frá landinu. Þess má svo geta að Gústi gifti sig á haustmánuðum er hann játaðist Hildi Guðmundsdóttur. Hún er dóttir Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra og fyrrverandi ráðherra.

Íris Björk Jóhannesdóttir og Chris Pine

Íris Björk var valin fegurst í keppninni Ungfrú Reykjavík árið 2010. Í janúar árið 2014 greindi Vísir frá því að hún hefði eytt áramótunum á Kostaríku ásamt bandaríska leikaranum Chris Pine. Chris var þekktastur fyrir að leika Kaftein Kirk í kvikmyndunum Star Trek og Star Trek: Into Darkness. Þá lék hann aðalhlutverk í einni kvikmyndinni um njósnarann Jack Ryan. Í nóvember það sama ár staðfesti síðan leikarinn að hann væri á lausu.

Kristrún Ösp

Kristrún Ösp Barkardóttir og Dwight Yorke

Það var fyrst árið 2009 sem fregnir bárust af því að Kristrún Ösp Barkardóttir og knattspyrnukappinn Dwight Yorke, sem gerði garðinn frægan með Manchester United, væru að stinga saman nefjum. Yorke þótti á sínum tíma einn af betri framherjum heims. Yorke sagði í viðtali um ári síðar:

„Eina ráðið mitt í sambandi við konur er að halda við tvær eða þrjár.“ Þegar Kristrún var spurð út í þessi ummæli svaraði hún: „Ég geri mína hluti og hann gerir sína.“ Parið hætti síðan saman og Kristrún hóf samband með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni. Árið 2011 greindi DV svo frá því að Kristrún væri hætt með Sveini Andra. Um sambandsslitin sagði Kristrún Ösp við Morgunblaðið:

„Ég held bara að hann sé ekki tilbúinn til að gefa piparsveinalífið upp á bátinn,“ Fór Kristrún aftur í faðm knattspyrnukappans. Sagði Kristrún í samtali við Pressuna:

„Ég held að Dwight Yorke hafi verið afbrýðisamur út í Svein Andra þegar ég sagði honum frá því sambandi en hann fyrirgaf mér.“

Veltu Kristrún og Yorke fyrir sér að taka saman aftur en ekkert varð úr því.

Fjölnir Þorgeirsson og Mel B

Fjölnir Þorgeirsson og hin heimsfræga kryddpía Mel B voru par á árunum 1997 og 1998. Mel B er í dag einn af dómurum í America’s Got Talent. Spice Girls voru á hápunkti frægðarinnar á þessum tíma og vinsælasta stúlknaband heims. Þann 31. mars greindi DV frá því að parið væri hætt saman. Mel B lýsti sambandi þeirra á þessa leið í ævisögu sinni:

„Eftir þetta byrjaði ég með Fjölni frá Íslandi sem ég kynntist einnig í Blackpool. Ég féll kylliflöt fyrir honum en síðan flutti hann aftur til Íslands. Samband okkar var mjög ástríðufullt.“

Fjölnir sagði í samtali við DV: „Það er rétt að við erum hætt saman. Þetta var sameiginleg ákvörðun okkar og við skiljum sem vinir. Þetta á sér langan aðdraganda og er út af persónulegum ástæðum sem ég get ekki tjáð mig frekar um. Þetta hefur ekkert með framhjáhald að gera. Þetta hefur verið góður tími og að mér skilst góð landkynning. En svona er lífið.“

Helgina áður hafði Fjölnir sést á skemmtistöðum borgarinnar með Marín Möndu, söngkonu Spoon. Aðspurður um það sagði Fjölnir: „Við erum góðir vinir. Það er ekkert meira í gangi eins og er.“ Annað átti þó eftir að koma á daginn.

Halla Vilhjámsdóttir og Jude Law

Í febrúar 2007 greindi breska götublaðið The Sun frá því að Halla Vilhjálmsdóttir hefði átt rómantískt stefnumót með breska stórleikaranum Jude Law. „Seems like an Ice Girl, Jude,“ var fyrisögnin á frétt The Sun sem Fréttablaðið vitnaði til. Blaðafulltrúi Law fullyrti að þau væru ekki par, heldur vinir. Á öðrum miðlum mátti sjá fyrirsagnir á borð við:

„Jude’s New Love“ og „Ice queen raises Jude’s temperature?“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynntust Halla og Jude Law á 101 hótel viku áður.

Kiefer Sutherland og Kristín Bára Haraldsdóttir

Í apríl 2005 greindi DV frá því að Kristín Bára Haraldsdóttir og Kiefer Sutherland væru par. Reyndi DV að fá það staðfest hjá leikaranum en það gekk illa. Blaðamaður DV leitaði að leikaranum og ræddi einnig við umboðsmann hans en tókst ekki að fá staðfest hvort Kristín hefði náð að bræða hjarta hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Eurovisionþraut – Aðeins haukfránir finna dómarann sem gefur núll stig

Eurovisionþraut – Aðeins haukfránir finna dómarann sem gefur núll stig
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.