fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Uppskrift af ótrúlega einföldu bananabrauði frá Fríðu

Fríða B. Sandholt
Miðvikudaginn 5. september 2018 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver vill ekki uppskrift af ofur einföldu bananabrauði sem tekur stutta stund að hræra í. Það er snilld að geta nýtt banana í þetta sem eru að renna út á tíma, reyndar eru langbest að nota mjög vel þroskaða banana í brauðið, það gerir það léttara og sætara á bragðið.
Þessi uppskrift sem ég henti saman í dag í flýti er bæði einföld og góð og það tekur alls ekki langan tíma að hræra í þetta brauð.

Það sem þú þarft er:

5stk vel þroskaðir bananar
400gr sykur
550gr hveiti
4 stk egg
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft

Aðferð:

Stappið bananana, þeytið vel saman bönunum, eggjum og sykri.
Hveitinu blandað varlega saman við ásamt lyftidufti og matarsóda og hrært saman við lítinn hraða.

Bakið við 150°c á blæstri í 50 mínútur, eða þar til brauðið er orðið hæfilega dökkt.

Verði ykkur að góðu.

Færslan er skrifuð af Fríðu B. Sandholt og birtist upphaflega á bloggsíðu hennar. 
Snapchat: fridabsandholt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.