Það er mjög algengt að gleyma að sinna sambandinu sínu. Oft telur maður aðra hluti mikilvægari og þá situr maki manns oft eftir og sambandið gleymist. Það er svo mikilvægt að taka sér smá tíma fyrir hvort annað og oft er það skortur á hugmyndum eða tíma sem veldur þessu.
Ég setti saman lista með nokkrum skemmtilegum hugmyndum að hlutum fyrir pör til þess að gera saman:
1. Spila saman
2. Nota YouTube til þess að kenna ykkur eitthvað nýtt.
3. Fara í búðir sem þið mynduð aldrei fara í.
4. Breyta heimilinu saman.
5. Prófa nýja uppskrift og bjóða vinum í mat.
6. Skoða hús sem ykkur langar í og ræða hvernig þið mynduð innrétta það.
7. Fara í mini-golf.
8. Prófa nýja tegund af víni.
9. Búa til eitthvað frá grunni.
10. Gera drauma to-do lista fyrir framtíðina.
11. Spila íþrótt saman.
12. Fara í lautarferð.
13. Fara á tónleika saman.
14. Grettukeppni.
15. Túristast.
16. Fara í bíltúr út á land.
17. Búa til ykkar eigið borðspil.
18. Baka saman.
19. Fara í leikhús.
20. Fara á keramik námskeið saman.
21. Skreyta bolla/diska/skálar saman.
22. Mála saman.
23. Mála mynd af hvort öðru.
24. Föndra saman. Það er aldrei leiðinlegt að föndra gjafir handa öðrum.
25. Læra að gera kokteila.
26. Halda kokteilboð.
27. Horfa á sólsetrið.
28. Fara í göngutúr.
29. Vera með ”skyndi” myndatöku.
30. Spila tölvuleiki saman.
31. Plana frí saman.
32. Prófa nýjan veitingastað.
33. Fara á dans námskeið.
34. Læra að spila á hljóðfæri.
35. Prófa vinalegar áskoranir.
36. Fara í skemmtilega spurningaleiki.
37. Læra nýtt tungumál.
38. Fara í keilu.
39. Gera upp gömul húsgögn.
40. Halda morðgátu partý.
41. Lesa saman.
42. Raða saman í ljósmyndabók.
43. Púsla saman.
44. Nudda hvort annað.
45. Dekur kvöld.
46. Skrifa ljóð/lög til hvors annars.
47. Búa til minningar box.
48. Skrifa sögu.
49. Fara í sund/gufu.
50. Eiga rafmagnslaust kvöld. Engin raftæki, kertaljós og kósýheit.
Færslan er skrifuð af Heiðrúnu Grétu og birtist upphaflega á Mæður.com