Fyrir fjórtán árum síðan, já þið lásuð rétt, lokaði Monica Geller hurðinni að einni frægustu íbúð heims. Íbúðinni sem hún bjó í ásamt fleirum úr Friends þáttunum. Gerðar voru tíu þáttaraðir sem enn þann dag í dag lifa góðu lífi í sjónvarpi fólks um allan heim.
People velti því fyrir sér á dögunum hvernig íbúðin liti út í dag, árið 2018 ef þættirnir væru enn í framleiðslu og svo heppilega vildi til að einhver hafði nú þegar fundið út úr því.