fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Aníta Rún datt af hestbaki: „Sem betur fer snérist mér hugur og ég ákvað að vera með hjálm í þetta skiptið“

Vynir.is
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þakklæti. Þetta orð hefur verið mjög ofarlega í huga mér síðustu daga.
Fyrir hvað er ég þakklát mætti e.t.v spyrja. Ég er einfaldlega bara þakklát fyrir lífið. Ekki flóknara en það.

Fyrir stuttu lenti ég í slysi.
Það sem átti að vera skemmtilegur og gleðiríkur reiðtúr varð að martröð á svipstundu.
Ég varð fyrir því óhappi að detta af baki. Hrossið fældist og ég flaug af.
Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem ég dett af baki, og líklega ekki það síðasta ef ég þekki mig rétt en þetta skipti er samt frábrugðið öllum hinum.

„Í þetta skipti stóð ég ekki upp aftur“

Ég hef alltaf bara staðið upp aftur, þurrkað af mér mold eða ryk og hent mér aftur á bak. En í þetta skipti stóð ég ekki upp aftur. Þegar ég datt lendi ég mjög illa á hnakkanum og hálsinum hálfpartinn undir hrossinu, hrossið stígur á ökklan á mér og hleypur svo í burtu.

Fyrsta hugsunin mín þegar ég ranka við mér er „þetta hefði geta farið verr, ég er allavega lifandi“.
Ég man ekkert sérstaklega mikið eftir hvað gerðist þar til kærastinn minn kom og hjálpaði mér að setjast upp.
Þá fyrst áttaði ég mig á því að í þetta skiptið stæði ég ekki upp strax.
Mér var hjálpað inn í bíl og ég fann að ég var slösuð. Ég fann til í fætinum og var ekki alveg með sjálfri mér. En áður en ég færi til læknis var ég ákveðin í því að finna hrossið og taka af því hnakkinn í það minnsta.

Kastaði stanslaust upp

Á leiðinni til læknisins sem tók um 15 mínútur fór mér að líða ennþá verr og allt í einu fór ég að kasta upp. Ég kastaði stanslaust upp nær alla leiðina og lengi vel eftir að ég kom á spítalan.
Ökklinn á mér var orðinn stokk bólginn og ég öll frekar lemstruð.
Læknarnir töldu að ég hefði fengið slæman heilahristing og vildu halda mér yfir nótt á spítalanum til að geta gert taugaskoðun og einnig svo ég gæti farið í myndatöku á ökklanum daginn eftir.

Allt kom vel út, ég slapp óbrotin sem betur fer en ég er bara illa tognuð og það hefur blætt inn á vöðva eða eitthvað þess háttar í fætinum á mér.
Ég hef hálfpartinn ekki hugmynd um hvað læknirinn sagði því ég var svo fegin að vera ekki brotin að ég spáði ekki í neinu öðru.
Ég fékk að fara heim og á bara að taka því rólega næstu daga. Ég get svo sem ekki annað en farið rólega um á þessum blessuðu hækjum.

Ætlaði ekki að vera með hjálm

Þegar heim var komið komst ég af því að ég var mikið heppnari en mér óraði fyrir. Hjálmurinn sem ég var sem betur fer með á höfðinu var brotinn.
Ég lenti svo illa á hnakkanum að hjálmurinn brotnaði við höggið. Ég fékk örlítið sjokk fyrst því ég fór að rifja upp atburðarrásina áður en slysið varð. Ég ætlaði fyrst ekki að vera með hjálm. Ég hef oftast nær alltaf riðið út hjálmlaus. Ég hugsaði bara eins og maður gerir svo oft „þetta er allt í lagi, það kemur ekkert fyrir mig“. En sem betur fer snérist mér hugur og ég ákvað að vera með hjálm í þetta skiptið.

Hjálmurinn brotnaði við höggið

Mér finnst hálf óhugnanlegt að hugsa til baka og ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði ekki verið með hjálm. Þrátt fyrir að hafa verið með hjálm fékk ég slæman heilahristing. Hjálmurinn brotnaði við höggið, hvað hefði brotnað ef ég hefði ekki verið með hjálm? Væri ég á lífi í dag? Ég er mjög þakklát fyrir þá ákvörðun mína að nota hjálm.

Þetta slys kenndi mér mjög mikilvæga lexíu. Þó svo að hjálmar séu ekki töff eru þeir mikilvægir. Alveg sama hvernig hjálmar það eru og á hvaða opna farartæki sem er. Hjálmar geta bjargað mannslífum. Slysin gera aldrei boð á undan sér og það geta allir lent í slysi.
Hér eftir mun ég ALLTAF nota hjálm. Og ég vona að þú munir gera það líka.

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.