Elísa Elínar setti í gamni sínu mynd sem hún teiknaði af hundi sínum Fenri inn á erlendan hundahóp á Facebook sem kallast Cool Dog Group. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og fljótlega fóru að hrúgast inn beiðnir til Elísu um að teikna myndir af öðrum hundum.
„Ég er byrjuð að fá beiðnir á Instagram líka,“ segir Elísa hlæjandi í samtali við Bleikt. „Það er bara gaman að gleðja fólk og fyndið hvað allir taka vel í þetta.“
Myndina af Fenri má sjá hér að neðan ásamt nokkrum af þeim myndum sem Elísa var búin að teikna fyrir annað fólk.
„Fyrir utan að hæla teiknihæfileikum mínum þá var ég beðin um að teikna nokkra hunda. Ég sé fram á að hafa nóg að gera.“