fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Anna Mjöll seldi líkama sinn fyrir fíkniefni og svaf á götum Reykjavíkur – Gerir upp fortíðina: „Mér var nauðgað, ég var misnotuð og ég var beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 30. júlí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri fíkill fyrr en hún var komin á þann stað sem enginn tvítug stelpa ætti að vera á.

„Staðreyndin er sú að ég hef glímt við fíkniefna- og áfengisvandamál í um fimm ár. Í þessi fimm ár hef ég glímt við ýmis hugar- og skapbreytandi efni sem eru ekki æskileg fyrir fólk sem glímir við fíkniefnasjúkdóminn,“ segir Anna Mjöll í opnu bréfi sem hún skrifaði í þeirri von um að hjálpa öðrum.

Leið ekki á löngu þar til hún seldi líkama sinn fyrir fíkniefni

„Ég er fíkill og fórnarlamb. Í janúar 2018 fór ég á götuna vegna þess að sem fíkill hafði sjúkdómurinn þróast í þá átt og ég hélt að það væri eini kosturinn fyrir mig. Ég fór á götuna og lifði á milli sófa í um 5/6 mánuði. Fyrsti mánuðurinn er mér mjög minnisstæður vegna þess að það var þá sem ég dó næstum því í fyrsta sinn. Ég var í partíi heima hjá manni sem ég hafði aðeins þekkt í um 3 daga og var bara flutt inn á hann, notaði efnin hans og áfengi og þreif íbúðina í staðinn. Það leið ekki á löngu þangað til að ég fór að selja líkamann minn til þess að borga honum fyrir efnin sem ég var að fá hjá honum vegna þess að ég var farin að nota það mikið að hann gat ekki gefið mér það frítt lengur. Dagar urðu að vikum og þannig lifði ég í raun, seljandi sjálfan mig til þess að geta keypt fíkniefni til þess að halda áfram að deyfa mig.“

Tv. Anna í Janúar á þessu ári, enn í neyslu. Th. Anna í dag, edrú í einn mánuð.

Stuttu síðar kom að því að Anna Mjöll þurfti að flytja út frá manninum vegna ósætti á milli þeirra.

„Lítið vissi ég að þau samskipti yrðu okkar síðustu. Stuttu seinna fékk ég símtal þar sem mér var tjáð það að hann hefði dáið af of stórum skammti í gegnum sprautu. Ég man enn þá sársaukann sem ég fann vegna þess að ég hafði aldrei misst neinn af völdum fíkniefna, ekki fyrr en þá. En ég vissi ekki þá að hann yrði ekki sá síðasti.“

Hélt henni nauðugri í nokkra daga og kom vilja sínum fram

Anna Mjöll lét andlát hans ekki hafa áhrif á sig og hélt hún áfram að nota fíkniefni þar til hún var komin í andlegt, líkamlegt og félagslegt gjaldþrot.

„Ég var farin að brjóta lög og særa fólk meira heldur en ég kann við að viðurkenna. Ég var farin að koma fram við aðra eins og algjöran skít vegna þess að fyrir mér var það bara ég, ég og ég!!!“

Anna var á þessum tíma farin að ganga á milli klúbba þar sem hún hitti ókunnuga karlmenn og fór með þeim heim til þess eins að hafa stað til þess að gista á.

„Það leið ekki á löngu þar til að það var brotið á mér í fyrsta sinn. Eitt af þessum kvöldum hitti ég mann, sem ég mun aldrei geta gleymt andliti eða nafni, sem nauðgaði mér ítrekað, alla nóttina, og braut á mér ítrekað daginn eftir. Hélt mér þarna nauðugri í nokkra daga og fékk sínu fram við mig gegn mínum vilja. En gallinn er sá að ég hef ekki talað um þetta, ekki fyrr en núna. Ég var svo veik þarna að þrátt fyrir þetta atvik þá hélt ég áfram að selja mig og nota eiturlyf vegna þess að ég einfaldlega kunni ekki að höndla veruleikann, vegna þess að hann var mér einfaldlega of mikill.“

Svaf á götum Reykjavíkur

 Áður en Anna vissi af var hún farin að sofa á götum Reykjavíkur.

„Þegar ég gat sofið sem var orðið mjög sjaldan vegna þess að ég vissi aldrei hvort ég myndi vakna daginn eftir eða hvort ég myndi deyja þá nótt. Það leið ekki á löngu þar til ég var komin inn á vog og loksins farin að díla við mitt vandamál sem kallast fíkn, en ég á enn eftir að takast á við atburðina sem gerðust á meðan ég var í neyslu; mér var nauðgað, ég var misnotuð og ég var beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. En hér segi ég stopp. Ég skammast mín ekki fyrir þetta. Ég er að vísu fíkill, en ég er í bata og mér miðar áfram á hverjum einasta degi; OG HÉR MEÐ SKILA ÉG SKÖMMINNI.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.