fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Fylgstu með fyrstu 100 dögum risapöndu – Myndband

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risapandan er ekki lengur í útrýmingarhættu samkvæmt úttekt alþjóðanáttúruverndarsamtakanna IUCN. Risapandan var í útrýmingarhættu frá 1984 þangað til í september í fyrra, en telst nú sem viðkvæm tegund. Þetta þýðir að það eru sífellt fleiri húnar að koma í heiminn. En hefur þú einhvern tíman séð húna? Eða fengið að fylgjast með húna vaxa frá fæðingu?

Ef ekki þá erum við með gleðifréttir! Risapanda í Zoo Atlanta dýragarðinum eignaðist tvíbura sem fengu nöfnin Mei Lun og Mei Huan. Starfsfólk dýragarðsins var duglegt að taka upp myndbönd af litlu krúttunum til að leyfa fólki að fylgjast með vexti þeirra. Í myndbandinu hér fyrir neðan fáum við að sjá húnana nýfædda, svo ótrúlega litla og sæta, og þangað til þeir verða 100 daga gamlir. Ekki alveg jafn litlir en samt alveg jafn sætir!

Þegar húnar eru 100 daga gamlir geta þeir gengið sjálfir um einn metra og vega um 5-6 kíló. Það tekur um tvö ár fyrir húnana að verða sjálfstæðir og geta hugsað um sig sjálfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.