
Þegar fjórtán ára systir Ólafar Töru Harðardóttur tók strætó í fyrradag átti hún sér einskins ills von. Án nokkurs tilefnis réðst hópur krakka á sama aldri á hana. Systir Ólafar fór að gráta í vagninum og enginn farþegi kom henni til hjálpar. Þegar hún fór út úr strætisvagninum eltu krakkarnir og héldu áfram að áreita hana.
[ref]http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/radist-a-fjortan-ara-systur-olafar-i-straeto-ef-thid-verdid-vitni-ad-svona-atburdum-standid-upp-i-stad-thess-ad-thegja[/ref]