fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga nagli

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna.

Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum.
Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór.

Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk.
Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli.
Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð
af fólki í neyð.

Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Hún sagði að það væri mikil þörf fyrir föt á fullorðna, því margir ættu ekki einu sinni brók til skiptanna þegar þeir koma til Íslands.
Það væri þörf fyrir allt niður í nærbuxur.

Naglinn vill benda á þetta óeigingjarna starf Solaris fyrir þá sem vilja losa nokkur herðatré fyrir jóladressið.

Jólin eru góður tími til að gefa af sér. Hefur þinn fataskápur gott af því að vera grisjaður? Er ekki upplagt að nýta helgina og taka aðeins til í honum, gefa til Solaris, í Rauða krossinn eða annar þar sem fatnaðurinn nýtist betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.