fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025

Ingibjörg gefur ritstjórn tekjublaðsins falleinkunn: „Ég er búin að fara yfir og leiðrétta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Rósa gefur ritstjórn tekjublaðs Frjálsrar verslunar falleinkunn og gagnrýnir notkun starfsheita í blaðinu. Þar koma fyrir orð á borð við „fjölmiðlamenn,“ „embættismenn“ og „skólamenn“. Ingibjörg bendir á frekar eigi að nota orðið „fólk“ í staðinn fyrir „menn,“ eins og „fjölmiðlafólk.“

Það er málhefð að nota t.d. „lögmaður“ (þótt ekkert mæli í raun á móti því að nota „lögkona“) en með óljósari titla eins og „embættismaður“ er ekkert sem segir að ekki megi nota „embættiskona“ og því eðlilegra að nota „embættisfólk“ sem fleirtölu. Orðskrípið „skólamenn“ er hins vegar allt annar handleggur! Ég tel samt að sjálfsögðu að konur séu líka menn, málhefðin er samt annað mál,

segir Ingibjörg í samtali við Bleikt. Hún deildi færslu á Facebook með nokkrum myndum úr tekjublaði Frjálsrar verslunar þar sem hún er búin að gera ýmsar breytingar á textanum í blaðinu.

„Kæra ritstjórn Tekjublaðsins, ég er búin að fara yfir og leiðrétta. 2/10 er falleinkunn, sérstaklega þar sem dregið er frá fyrir hryllilega nýyrðasmíð í lokadæminu. Þið fáið sem sagt NÚLL en getið spreytt ykkur aftur að ári…“

Skrifaði Ingibjörg í færslunni. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar.

 

Það hafa nokkrir skrifað undir færsluna. Hér má sjá tvö ummæli:

„Af hverju má ekki segja –kona eða –karl eftir starfsheiti. Ég tala um listakonu og listamann og þingkonu og þingmann. Ég tala ekki um menn þegar ég tala um konur. Tungumál er lifandi fyrirbæri og í því felst þróun í anda samtímans. Ef það má ekki breyta því þá get ég alveg eins sagt flugfreyja um karla líka og ljósmóðir um karla í því starfi. Störfin hafa breyst og eru ekki jafn kynjaskipt og þau voru og tungumálið aðlagar sig að því.“

„Menn eru bæði kvenmenn og karlmenn. Ég tala um þau öll sem menn – og fólk. En þegar ég vil aðgreina kynin sérstaklega tala ég um konur og karla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.