fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Sara var tvisvar mjög nálægt dauðanum: „Ég þorði ekki að drekka vatn því ég hélt að ég mynda fitna og þyngjast af því“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Ósk Vífilsdóttir fékk kjark til þess að segja frá sinni hlið af átröskun eftir að Andrea Pétursdóttir steig fram og sagði sína sögu á mánudaginn. Við hjá Bleikt birtum pistil Andreu um baráttu hennar við átröskun sem er hægt að lesa hér. Samfélagsmiðlar spiluðu stórt hlutverk í bæði átröskun Andreu og Söru og segja þær að glansmyndirnar sem er haldið úti á slíkum miðlum hafi haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra.

Bleikt hafði samband við Söru Ósk og fékk leyfi til að birta pistillinn hennar sem hún deildi fyrst á Facebook.

Sara Ósk Vífilsdóttir

„Hélt að ég myndi aldrei skrifa þennan póst og ég er búin að mana sjálfa mig í það þangað til að Andrea steig fram með sína reynslu og hennar hlið á átröskun. Svona er mín hlið.

Ég var rosalega glaðlynd stelpa, átti alltaf mikið af vinum og var mjög félagslynd. Lífið var æðislegt. Ég elskaði alla í kringum mig. Ég greindist með þunglyndi og kvíða 13 ára og byrjaði með sjálfsskaða. Pabbi minn var alkóhólisti og dópisti og kom mikil vanlíðan út frá því. Ég skar mig út úr vinahópnum smám saman.

Ég var alltaf þykkari en stelpurnar í bekknum. Ég neitaði að fara í skólasund, ég hataði líkama minn en gerði samt ekkert í því. Ég borðaði mjög mikið á þessum aldri.

15 ára var ég gjörsamlega komin með nóg af mér sjálfri. Ég tók allt sælgæti út og minnkaði matarskammtana. Át bara hnetur og drakk alltaf 7-8 bolla af grænu tei á dag. Fór að hreyfa mig meira. Samfélagsmiðlarnir spiluðu STÓRAN part. Ég miðaði mig við aðrar „flottar“ stelpur og skildi ekki af hverju ég gat ekki orðið svona „flott“ eins og þær. Ég var föst á þessum miðlum.

Ég var byrjuð að láta mig dreyma um bein á líkömum sem mig langaði að myndu sjást á mér. Ég var hætt að mæta í skólann, lokaði mig af og ýtti öllum frá mér.

Ég var farin að telja hverja einustu kaloríu ofan í mig og vigtaði matinn líka sem mátti ekki vera meira en 100 grömm. Ég var orðin það slæm að ég þorði ekki að drekka vatn því ég hélt að ég mynda fitna og þyngjast af því. Kílóin hrundu og missti ég yfir 20 kg á þrem mánuðum sem er gjörsamlega út í hött og ekki eðlilegt.

Myndir frá því þegar Sara Ósk var veik.

Ég var tvisvar mjög nálægt dauðanum. Hárið á mér var farið að detta af, ég skalf alltaf og var alltaf kalt. Svo byrjuðu hár að vaxa á öðrum stöðum til þess að reyna að halda á líkamanum hita, líffærin voru að gefast upp og var ég alltaf svo orkulaus að ég átti erfitt með að labba. Ég var alltaf að fá blóðsykursfall.

Mér fannst ég vera sigra heiminn þegar ég var í svelti. Alltaf þessi rödd sem sagði „þú stendur þig svo vel, haltu áfram.“

En sem betur fer var gripið fljótt inn í því ég var nú þegar byrjuð í bráðateymi á Bugl. Allt í einu sást að ég væri orðin að ekki neinu og ég var lögð strax inn á Bugl í átröskunarmeðferð.

Ég var lögð inn fjórum sinnum á sama ári vegna sjúkdómsins. Hann réð. Ég gat ekki tekist á við hann. Mig langaði að deyja. Þetta er eins og að vera í fangelsi og þú kemst ekki út. Þig langar innst inni að ná bata en sjúkdómurinn ræður öllu.

Það var allt orðið svo viðkvæmt líka í kringum mig, það mátti ekki segja hitt og þetta því þá myndi það hafa einhver áhrif. Ef einhver sagði „þú ert komin með fyllingu í andlitið“ þá var það beint í sveltið því ég túlkaði það þannig að ég væri feit.

Ég er allt önnur í dag. Ég er hamingjusöm. Ég er byrjuð hjá einkaþjálfra og hefur það hjálpað mikið. Ég er komin í kjörþyngd! Og ég gerði það allt SJÁLF! Ég sé framtíð mína fyrir mér. Ég er byrjuð að læra að elska sjálfa mig.

Sara Ósk í dag.

Þetta er stanslaus barátta á hverjum degi. En ég ætla ekki að gefast upp.

Ég veit að margir hafa trú á mér en ég verð líka að hafa trú á sjálfri mér. Ég hef hana og er svo STOLT af mér með þann árangur sem ég hef náð.

Ég vil þakka öllum sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta allt saman. Ekki síst fjölskyldan.❤

Ég er ekki að leitast eftir athygli. Það þarf að tala meira um þennan sjúkdóm. Hann er algengari en margir halda. Það þarf að vekja meiri athygli.

Elskið ykkur sjálf. Það er svo mikilvægt.“

Sjá einnig:

Andrea stígur fram og birtir ótrúlegar myndir: „Samfélagsmiðlar spila eitt stærsta hlutverkið í minni átröskun“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina

Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Óskhyggja Morgunblaðsins glepur Sýn

Orðið á götunni: Óskhyggja Morgunblaðsins glepur Sýn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.