fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Til hvers er botnlanginn?

doktor.is
Mánudaginn 29. maí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé leifar frá forverum okkar í þróuninni og hann sé smám saman að hverfa með áframhaldandi þróun en slíkt tekur hins vegar langan tíma.
Í æsku inniheldur botnlanginn (e. appendix) mikið af eitlavef sem birtist 2 vikum eftir fæðingu og er mest áberandi á unglingsárum. Eftir það minnkar eitlavefurinn í botnlanganum og hverfur hægt og bítandi. Þrátt fyrir þetta er ekki vitað hvaða hlutverki botnlanginn gegnir nákvæmlega í mönnum.

Í dýrum með heitt blóð er mest af eitlavef staðsett í hægri hluta ristilsins en í nokkrum hryggdýrum (mannöpum) er mest af eitilvef í sjálfum botnlanganum. Starfsemi botnlangans er þannig tengd þessum eitlavef. Í fuglum er botnlanginn tilkomumeira líffæri og stjórnar þroska ónæmiskerfisins eins og miltans og eitlavefs um líkamann. Ef þetta líffæri er tekið úr fuglinum leiðir það til vanþroska og framleiðsluskerðingar á mótefnum. Í kanínum er sama sagan. Í ýmsum dýrum telst botnlanginn þannig vera mikilvægur fyrir þroska ónæmiskerfisins.

Botnlanginn getur auðveldlega stíflast enda er hann mjóstur næst ristlinum (cecum). Þetta gerist til dæmis ef hörð efni setjast í opið eða ef bólgur í veggjum botnlangans loka honum. Botnlanginn þenst síðan út og fleiri einkenni koma fram sem yfirleitt eru kennd við botnlangabólgu (appendicitis). Ef hún gengur nógu langt getur botnlanginn sprungið og innihaldið dreifst um kviðarholið. Þetta getur valdið lífhimnubólgu (peritonitis) en varnir líkamans koma þó oft í veg fyrir að mál fari á versta veg.

Botnlangabólga er yfirleitt læknuð með því að fjarlægja botnlangann með einfaldri skurðaðgerð sem nefnist botnlanganám. Það tekur yfirleitt innan við klukkutíma með svæfingu og veldur litlum óþægindum á eftir.

En með því að tilgangur þessa líffæris er á huldu má geta þess til gamans að ungir skurðlæknar gantast stundum með það að forsjónin hafi komið honum þarna fyrir til að þeir geti æft sig á að taka hann burtu!

Grein þessi birtis fyrist á Vísindavef HÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.