fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025

Katy Perry opnar sig um deilurnar við Taylor Swift: „Þetta snýst allt um karma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. maí 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katy Perry og Taylor Swift eiga í frægum illdeilum sem má rekja aftur til ársins 2013. Þá yfirgáfu nokkrir dansarar tónleikaferðalag Taylor til að dansa frekar með Katy Perry. Í kjölfarið samdi Taylor lagið „Bad Blood“ og hafa deilurnar staðið yfir síðan. Bleikt fjallaði um nýja lag Katy Perry og Nicki Minaj „Swish Swish“ en í því skjóta þær föstum skotum á ónefndan aðila sem er talinn vera engin önnur en Taylor Swift.

Katy Perry fór í Carpool Karaoke með spjallþáttastjórnandanum James Corden á dögunum. Eftir að þau tóku lagið „Swish Swish“ spurði James Katy um illdeilurnar, hvernig allt byrjaði og hvort þetta ætlar engan enda að taka.

„Ég er tilbúin að þetta kjaftæði sé búið. En það er lögmál um orsök og afleiðingar, þú gerir eitthvað og þá verða viðbrögð. Og treystu mér, það verður brugðist við,“

sagði Katy og bætti við: „Þetta snýst allt um karma.“ James Corden spurði hvort það væri nóg að fá skilaboð frá Taylor Swift til að rifrildinu myndi ljúka og Katy svaraði því játandi.

Það verður áhugavert að sjá hvernig Taylor bregst við þessu! Horfðu á myndbandið af Katy Perry og James Corden í Carpool Karaoke hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld
433
Fyrir 15 klukkutímum

Þægilegt fyrir Akureyringa en jafnt í nágrannaslagnum

Þægilegt fyrir Akureyringa en jafnt í nágrannaslagnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.