Örstutt myndband hefur á um það bil sólarhring brætt hjörtu um víða veröld. Þar má sjá litla stúlku sem kemur auga á heitavatnstank við gangstéttarbrún í hverfinu sínu. Hin unga Rayna heldur í hrifningu sinni að hún hafi hitt vélmenni. Hún gerir nokkrar tilraunir til þess að heilsa því og þótt hún fái ekkert svar til baka endar hún á að gefa því knús – „Ég elska þig, vélmenni!“
Hvar er vasaklúturinn þegar maður þarf á honum að halda?