fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Karamellukjúklingur

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einfaldur, góður og æðislegur í matarboðin. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karamellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti.

Karamellukjúklingur


4 kjúklingabringur
1 msk olía
8 hvítlauksrif, afhýdd*
120 ml vatn
70 g ljós púðursykur
60 ml hrísgrjónaedik
1 1/2 cm engiferbiti, skorinn í tvennt
240 ml kjúklingakraftur (eða 240 ml vatn og 1 teningur kjúklingakraftur)
60 ml soyasósa
2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

Steikið kjúklingabringurnar upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið af pönnunni og geymið. Á sömu pönnu, steikið hvítlauksrifin þar til þau hafa brúnast lítillega. Takið af pönnunni og geymið.
Hellið því næst 120 ml af vatni á pönnuna og skrapið botninn á pönnunni og náið því sem kom fram við steikingu kjúklingsins. Bætið púðursykri saman við og hrærið þar til hann er uppleystur. Látið malla í um 4 mínútur. Bætið þá hrísgrjónaedikinu varlega saman við.
Látið engiferbitana, kjúklingakraft og soyasósu út á pönnuna og látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Takið hvítlauks og engiferbitana úr sósunni.
Lækkið hitann á pönnunni og látið kjúklingabringurnar út í karmellusósuna og hitið þær. Berið karmellukjúklinginn fram með hrísgrjónum og vorlauk.
*Hvítlaukurinn og engiferið er einungis til bragðbætingar og tekið úr þegar að sósan er tilbúin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.