fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Gjörningarstund og Listamannaspjall í Gerðarsafni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:30

Mynd: Kiki Petratou I'll Fly With You (performance), Waalse Kerk Rotterdam, 2015

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 22. september kl. 13-15 á sér stað fjölskyldustund sem listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundson leiðir.

Styrmir vinnur með gjörningalist, break dans, rapp/söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr og leikstjórn. Á námskeiðinu sýnir hann þátttakendum hvernig þessi mismunandi listform geta fléttast saman inn í frásagnir sem verða að gjörningum.

Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er Styrmir með verkið Líffæraflutningur sem samanstendur af fjórum skúlptúrum í formi mismunandi líffæra úr keramiki sem jafnframt eru hljóðfæri.

Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er samtímalistamönnum boðið að ganga inn í yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur og með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn. Viðburðurinn er opinn öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta