fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Aðalheiður og Rúnar opna ljósmyndasýningu – Ástin kviknaði í lyftu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, fimmtudaginn 30. ágúst, opnar ljósmyndasýning A & R Photos, sem ber heitið HK blak – Gleði. Ljósmyndasýningin er haldin í Smáralindinni og stendur frá 30. ágúst til 4. september.

Ljósmyndasýningin er einstök sinnar tegundar þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem haldin er sérstök ljósmyndasýning þar sem eingöngu eru myndir af íþróttafólki sem spilar blak. Blakíþróttin á sér ekki langa sögu á Íslandi og hefur verið stunduð hér í nokkra áratugi.

Tilgangur sýningarinar er meðal annars að sýna hvernig hægt er að tvinna saman menningu og íþróttir í hinu listræna formi ljósmyndar, að kynna þá gleði sem ríkir í blakíþróttinni og jafnframt að sýna bæjarbúum, gestum og gangandi, hversu magnað íþróttafólkið er sem stundar blak í HK.

Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum af leikmönnum HK í meistaraflokki karla og kvenna í blaki. Litirnir rauður og hvítur eru allsráðandi í myndunum ásamt bæði brosandi og einbeittu íþróttafólki.

Ljósmyndirnar ná að fanga þá einstöku gleði og tilfinningar sem koma fram í leik og önnur mögnuð augnablik. Persónuleiki leikmannanna birtist svo í líkamsstöðu, andlitsdráttum og augntilliti. Leikgleði leikmannanna skilar sér út til áhorfendanna þegar hverju skoruðu stigi er fagnað með áhrifamiklum hætti.

Fundu ástina í lyftunni í Perlunni

Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio, eru bæði áhugaljósmyndarar og hafa fengist við ljósmyndun í sínum frítíma í fjölda mörg ár. Áhugasvið þeirra í ljósmyndun nær víða og hafa þau til dæmis ljósmyndað fjölmargar íþróttagreinar, íslenska náttúru, viðburði, svo fátt eitt sé nefnt.

Það er skemmtilegt frá því að segja að á opnunardegi ljósmyndasýningarinnar, 30. ágúst, eru nákvæmlega 4 ár síðan þau hittust fyrir tilviljun í lyftunni í Perlunni. Þau voru hvort í sínu lagi á leiðinni í kaffihitting á vegum Fókus, sem er félag áhugaljósmyndara, og lentu saman í lyftunni á leiðinni upp. Eitthvað small saman í lyftunni þennan örlagaríka dag og þau hafa vart litið hvort af öðru síðan þá og núna, fjórum árum seinna, fagna þau tímamótunum með þessari ljósmyndasýningu í Smáralindinni.

Ljósmyndasýningin er á fyrstu hæð í Smáralindinni fyrir framan Lyfju og Söru, rétt hjá H&M.

Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninguna. Alla og Rúnar verða á svæðinu frá kl. 18-20.

Ljósmyndasýningin er styrkt af Kópavogsbæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?