fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024

Gríman 2018: Himnaríki og helvíti fékk flest verðlaun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. júní 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningin Himnaríki og helvíti, sem frumsýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í janúar síðastliðnum, fékk flestar Grímur þegar verðlaun sviðslista voru veitt í kvöld. Leikritið, sem er eftir Bjarna Jónsson, er byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvítiHarmur englanna og Hjarta mannsins, og var Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri þess.

Himnaríki og helvíti fékk alls sjö verðlaun, fyrir sýningu ársins, Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu ársins, Egill Ingibergsson fyrir leikmynd ársins, Helga I. Stefánsdóttir fyrir búninga ársins, Hjálmar H. Ragnarsson fyrir tónlist ársins, Egill Heiðar Anton Pálsson sem leikstjóri ársins, Bjarni Jónsson og Jón Kalman Stefánsson fyrir leikrit ársins.

Þar á eftir kom sýningin Fólk, staðir og hlutir sem frumsýnd var á Litla sviði Borgarleikhússins í apríl síðastliðnum. Leikritið er eftir Duncan MacMillan og leikstjóri þess var Gísli Örn Garðarsson. Sýningin fékk tvenn verðlaun, Sigrún Edda Björnsdóttir sem leikkona ársins í aukahlutverki og Nína Dögg Filippusdóttir sem leikkona ársins í aðalhlutverki.

Önnur sýning Borgarleikhússins sem fékk verðlaun var 1984, þar sem Valur Freyr Einarsson fékk verðlaun sem leikari ársins í aukahlutverki.

Sýningar Borgarleikhússins fengu flest Grímuverðlaun, alls tíu talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert pláss fyrir Casemiro

Ekkert pláss fyrir Casemiro
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deildin: ÍA í engum vandræðum með Vestra

Besta deildin: ÍA í engum vandræðum með Vestra
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Oprah biðst afsökunar á því að hafa verið virkur þátttakandi í megrunariðnaðinum í gegnum allan sinn feril

Oprah biðst afsökunar á því að hafa verið virkur þátttakandi í megrunariðnaðinum í gegnum allan sinn feril
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Missti bílprófið í annað sinn eftir glórulausan akstur – Stöðvaður þrisvar á einum mánuði

Missti bílprófið í annað sinn eftir glórulausan akstur – Stöðvaður þrisvar á einum mánuði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu