fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Fókus

Skjárýnirinn: „Á eftir sjö myndir á topp 250 lista IMDB“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. júlí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Árnason er áhugamaður um kvikmyndir og hefur ritað pistilinn Kvikmynd dagsins um árabil en hann má finna á Bíóvefnum.

„Ég á það til að grípa í sjónvarpsfjarstýringu eins og gengur og gerist og vel yfirleitt bíómyndir fram yfir þætti. Þó reyni ég að fylgjast með því besta í sjónvarpi en nú nýlega renndi ég aftur yfir allar sjö seríurnar í Game of Thrones og er núna byrjaður á The Vikings sem lofa mjög góðu en ég gaf þeim aldrei séns fyrr en nú. Ragnar Loðbrók er rosalegur töffari sem er gaman að fylgjast með í þeim þáttum. Í gegnum tíðina hef ég mest haldið upp á seríur á borð við Sopranos, Breaking Bad og The Wire en elska líka að grípa í góða Star Trek þætti. Í gríni myndi ég nefna Seinfeld sem ég get séð aftur og aftur, er mikill George-maður. Nýlega hef ég líka haft gaman af Rick and Morty og Brooklyn Nine-Nine. Mæli sérstaklega með þeim fyrrnefndu.

Ég er í raun alæta á kvikmyndir en á þó erfitt með rómantískar gamanmyndir. Ég er fæddur árið 1978 og elst því upp með myndum á borð við Stand By Me, Goonies, Ghostbusters, Gremlins og auðvitað Star Wars. Ég hef mjög gaman af ofurhetjumyndum enda safnaði ég áður fyrr teiknimyndablöðum og lét mig dreyma um myndir sem unga fólkið í dag tekur sem sjálfsögðum hlut (nú hljóma ég gamall). Ég á þrjú börn og reyni að passa vel upp á kvikmyndauppeldið. Passa að þau fái að kynnast Indiana Jones, E.T., Luke Skywalker og jafnvel Ace Ventura.

Mér finnst mjög margir horfa eingöngu á nýlegar myndir en ég hef reynt að leggja metnað í að grafa upp og horfa á gamlar myndir í bland við nýjar. Sem liður í því hef ég sett mér það markmið að horfa á allar myndirnar á topp 250 listanum á IMDB og á núna bara sjö eftir. Þetta þýðir að ég þarf stundum að setja mig í stellingar og horfa á þöglar svarthvítar myndir en oft koma þær skemmtilega á óvart eins og t.d. The Passion of Joan of Arc sem er algjört meistaraverk frá 1928. Sumir virðast dæma svoleiðis myndir fyrirfram sem leiðinlegar en raunin er oft á tíðum allt önnur.

Annars er mjög handahófskennt hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ég hef gaman af góðum hryllingsmyndum og held mikið upp á Alien-seríuna þó þær séu vissulega misjafnar af gæðum. Gullmolar eins og Interstellar, Arrival og Blade Runner 2049 gleðja mig mikið en góðar grínmyndir hafa verið af skornum skammti undanfarin ár að mínu mati. Ég gæti haldið áfram en Masterchef er að byrja.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásgeir Kolbeins sér eftir að hafa leyft karlmanni að reyna við sig

Ásgeir Kolbeins sér eftir að hafa leyft karlmanni að reyna við sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðný gefur Íslendingum ráð: „Þið eruð því miður á leiðinni þangað að öllum líkindum“

Guðný gefur Íslendingum ráð: „Þið eruð því miður á leiðinni þangað að öllum líkindum“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „2020, árið sem allt fór í fokk“

Vikan á Instagram: „2020, árið sem allt fór í fokk“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hollywood í klóm veirunnar – „Sjáumst næsta vor“

Hollywood í klóm veirunnar – „Sjáumst næsta vor“