fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Bæjar- og Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar haldin annað árið í röð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjar- og tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram í annað sinn dagana 29. ágúst til 2. september. Eins og nafnið gefur til kynna er hátíðin haldin í miðbæ Hafnarfjarðar og þjónar Bæjarbíó, tónlistarhús bæjarbúa þar lykilhlutverki.

 

Ólíkt öðrum hátíðum þá samanstendur Hjarta Hafnarfjarðar ekki af einni risastórri dagskrá þar sem áhugasamir verða að kaupa sig inn á alla dagskránna heldur kaupa gestir sig inn á einstaka, vandaða tónlistar viðburði sem hver og einn velur eftir sínum smekk.

 

Hátíðin stendur í fimm daga og mun einvalalið tónlistarfólks skemmta hátíðargestum. Meðal þeirra sem koma fram eru Agent Fresco, Björgvin Halldórsson og hljómsveit, Bjartmar Guðlaugsson, Blúsmenn Andreu og Hjálmar. Auk þess koma fram fjöldi annarra listamanna sem verða tilkynntir síðar.

Veitingar í boði á Hjartatorginu

 

Tónleikarnir fara eins og áður kom fram, allir fram inn í Bæjarbíó en á Hjartatorginu fyrir aftan Bæjarbíó og Ráðhúsið verða svæði þar sem hægt er að slappa og hitta aðra hátíðargesti. Þar verður boðið upp á veitingar frá nokkrum af bestu veitingastöðum bæjarins en þeir eru orðnir fjölmargir í bestu röð á landsvísu. Þar verður einnig stórt útijald og borðaðstaða fyrir alla að njóta.

 

Notting Hill Íslands

Miðbær Hafnarfjarðar hefur síðustu misseri að taka á sig mynd „gourmet“matargerðar og menningar. Fyrir voru í Hafnarfirði mörg einstaklega vel heppnuð veitinga- og kaffihús og dugir þar að nefna Súfistann, brautryðjanda kaffihúsamenningar á Íslandi, fiskveitingastaðinn Tilveruna og svo VON sem opnaði í suðurenda miðbæjarins í fyrra. Þá hafa bæst við einstök kaffihús eins og Pallet í suðurendanum og kaffihúsin Brikk og Norðurbakkinn í norðurenda miðbæjarins. Þá opnaðu veitingastaðurinn KRYDD í Hafnarborg um daginn og er þar um að ræða enn eina rósina í hnappagat miðbæjarins og þannig má segja að miðbærinn iði af matarmenningu þessa daganna.

 

Bæjarbíó er svo einskonar miðja í þessu þegar kemur að menningarlífinu því það má hæglega fullyrða að Bæjarbíó, þetta litla fallega tónlistarhús, sé næst duglegasta tónlistarhús borgarinnar þegar kemur að lifandi tónlist. Götulistaverk bæjarins ramma þetta skemmtilega inn og setja alþjóðlegan svip á umhverfið sem gerir miðbæ Hafnarfjarðar enn fallegri heim að sækja.

 

Miðbærinn iðar svo allur af litlum fallegum handverksverslunum og hönnunarbúðum og það væri að æra óstöðugan að ætla að telja það allt upp hér sem hægt er að finna í Strandgötunni til að skoða og skemmta auganu kjósi fólk að sækja Hafnarfjörð heim á hátíðina. Síðan er ein örfárra bókabúða sem ennþá er rekin í borginni á miðri Strandgötunni og þaðan hafa gárungarnir dregið sér það leyfi að kalla miðbæ Hafnarfjarðar Notting Hill Íslands. Það má því ljóst vera að heimsókn á bæjar- og tónlistarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar verður eitthvað alveg einstakt fyrir matar og tónlistarhjartað.

 

Allar nánari upplýsingar um dagskrána og annað sem vert er að vita er að finna á Facebooksíðu og heimasíðu Bæjarbíó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“