fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Lifandi vettvangur kvennabókmennta

Jóna og Ásgerður hafa stofnað vefinn skald.is – Vefurinn er tileinkaður konum og skáldskap þeirra.

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Ásgerður Jóhannsdóttir hafa stofnað vefinn skald.is. Vefurinn er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Þar birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

„Fyrir margt löngu ræddum við Ásgerður þá hugmynd að búa til eins konar gagnabanka um skáldkonur. Við vildum gera þeim hærra undir höfði,“ segir Jóna Guðbjörg.

„Ég hafði tekið saman lista yfir gamlar íslenskar skáldkonur og fór að hugsa með mér hvað hefði orðið um þessar konur og hvar bækurnar þeirra væru,“ segir Ásgerður. „Jóna hafði einnig verið að velta þessu fyrir sér og svo ákváðum við að gera eitthvað í þessum málum. Okkur langaði til að smíða líflegan vef um íslenskar skáldkonur og verk þeirra.“

Jóna og Ásgerður segjast fagna öllum ábendingum um íslenskar skáldkonur og skáldskap þeirra: „Í sveitum landsins leynist til dæmis ýmislegt sem ekki hefur ratað í neina bókmenntasögu og ekki fengið neitt rými. Það væri mikill fengur að því að fá slíkt efni á vefinn. Fólk er að hafa samband við okkur til að benda okkur á skáldkonur. Um daginn fengum við til dæmis póst frá manni í Vestmannaeyjum sem benti okkur á skáldkonu, Unu Jónsdóttur. Hann sendi mynd af henni og upplýsingar sem við settum á vefinn. Hann var afar þakklátur fyrir að vakin skyldi athygli á henni.“

Þær vinkonur hafa haft samband við fólk sem mun veita þeim liðsinni. „Sigríður Albertsdóttir ætlar að birta gagnrýni sína á vefnum, Soffía Auður Birgisdóttir er að senda okkur efni og Helga Kress hefur gefið okkur leyfi til að birta efni eftir sig. Við birtum líka skáldskap eftir konur, bæði nýjan og gamlan. Við hugsum þennan vef sem vettvang fyrir kvennabókmenntir og kvenskáld. Við sönkum að okkur efni og setjum í sarpinn. Þetta er mikil vinna en skemmtileg.
Við erum rétt að byrja en höfum strax fengið frábærar móttökur. Við ætlum að gera þennan vef að lifandi vettvangi fyrir kvennabókmenntir,“ segja þær stöllur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG