fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Improv Festival: „Þetta er ótrúlegt, allt bara rúllar áfram“

Þessa dagana stendur yfir spunahátíð í Þjóðleikhúsinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. apríl 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana fer fram Improv Festival á vegum Improv Ísland. Hátíðin hófst á miðvikudag og líkur á morgun. Tíu erlendir leikhópar komu til landsins tl að sýna á hátíðinni. Þetta eru hópar frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi

„Svona festivöl eru haldin út um allan heim en okkar fyrirmynd er aðallega eitt sem er haldið í New York í júní á hverju ári. Improv Ísland hefur farið á það festival tvisvar sinnum og erum á leiðinni núna í þriðja sinn. Svo erum við líka bara að gera allt í fyrsta sinn og prófa okkur áfram“ segir Ásrún Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Improv Ísland, en þetta er í fyrsta sinn sem félagið stendur fyrir spunahátíð.

Að sögn Ásrúnar hefur undirbúningur gengið vonum framar. „Það er ótrúlegt! Allt skipulag og allt bara rúllar áfram, við erum mörg að hjálpast að og það er bara gaman.“

Ásrún segir að margir hafir sótt um að fá að sýna á hátíðinni og ekki allir komist að sem vildu. „Erlendu hópararnir eru mjög ánægðir með allar viðtökur og finnst ótrúlegt hvaða spunasamfélagið hérna er stórt og sterkt miðað við hvað við erum fá. Svo er bara mjög mikil stemning á festivalinu, útlendingar í bland við spunafólk sem býr hér. Mjög gaman að sjá þessa ólíku heima mætast.“

Mynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Sigldum blint í sjóinn

Improv Ísland hefur verið með spunasýningar í allan vetur í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem sýningar eru spunnar upp á staðnum og ekkert er fyrir fram ákveðið. Þó vinna spunaleikarar oftast innan ákveðins spunaforms. Það eru ákveðnar reglur um hvernig spuninn er uppbyggður. Á hátíðinni er hægt að sjá mjög fjölbreytt spunaform frá ólíkum spunahópum.

„Það er gaman fyrir okkur hér að sjá svona mismunandi spunaform sem örugglega margir áhorfendur vissu ekki einu sinni að væru til. Þess vegna er þetta mjög mikil innspýting í íslenska spunasamfélagið. Allt er hægt og mjög margt er fyndið,“ segir Árún en hún segir að hátíðin verði pottþétt fastur liður héðan í frá.

„Viðtökur hafa verið ótrúlega góðar sem er mjög gaman af því við silgdum svo blint í sjóinn. Við lítum á þetta festival sem einskonar „pilot“ fyrir það sem koma skal. Núna sjáum við hvað má betur fara næst og hvað virkar vel.“

Ásrún bætir við að hægt sé að kaupa miða á tix.is en einnig við hurð. Sýningarnar í kvöld eru í Kassanum, ÞJóðleikhúsinu og hefjast klukkan 19. Það kostar 2000 krónur inn. Í kvöld verður meðal annars spunninn hip hop söngleikur!

Hér má sjá dagskránna í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum