fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Vaktaskipti á sunnudögum

Ligeglad kveður en Rapp í Reykjavík tekur flugið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa orðið vaktaskipti á sjónvarpsskjánum á sunnudagskvöldum. Undanfarnar vikur hefur íslenska gamanþáttaröðin Ligeglad haldið mér og fjölmörgum Íslendingum límdum við skjáinn á sunnudagskvöldum. En á sunnudaginn var kvaddi þáttaröðin og verður að segjast að það eru leiðinleg tímamót en fór þar ein best heppnaða íslenska þáttaröð sögunnar. Ég fullyrði það. Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi og félagar sem að Ligeglad standa mega hafa ævarandi þakkir fyrir vel unnin störf. Þátturinn státaði af svo dásamlega kolsvörtum húmor á köflum að ég hafði á orði að hinir dönsku Klovn-þættir væru héðan í frá bara eitthvað sem yrði varpað upp á altaristöfluna í messu á aðfangadag. Algjört „kidstuff“ í samanburði. Frábært sjónvarp og við heimtum meira af svona íslenskri gæðaframleiðslu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hins vegar eru sunnudagskvöldin ekki með öllu ónýt þrátt fyrir brotthvarf Ligeglad. Við vaktinni hefur tekið ný heimildaþáttaröð, Rapp í Reykjavík, í umsjón Dóra DNA. Það var djarft hjá Stöð 2 að stilla þættinum upp á móti Ligeglad þegar enn voru tveir þættir eftir af því góðgæti á RÚV, sem varð til þess að maður tók fyrstu tvo rappþættina á tímaflakki. En þar er virkilega áhugaverð og skemmtileg innsýn í hina blómstrandi rappsenu borgarinnar og listamönnum gerð ágæt skil. Rapparar eru teknir tali, þátturinn er skemmtilega brotinn upp, hraður og líflegur. Jafnvel þeir sem ekki eru forfallnir rappáhugamenn finna fyrir aðdráttaraflinu. Alveg eins og það eru ekki bara pönkarar sem fíla Rokk í Reykjavík. Þessir þættir gætu reynst áhugaverð og skemmtileg heimild í framtíðinni. Ég fullyrði það líka.
Enn eru fjórir þættir eftir af Rapp í Reykjavík, sem tekið hafa við sunnudagsvakt hins línulega sjónvarps á mínu heimili. Þeir brúa einnig bilið ágætlega fram á mánudagskvöld, þegar Game of Thrones ræður ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag