fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Brillerað á skjánum

RÚV stóð vaktina á miklum ólgudegi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. apríl 2016 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn þriðjudagur var mikill ólgudagur í íslenskri pólitík, eins og varla þarf að rifja upp. Ástæða er til að hrósa RÚV alveg sérstaklega en þar stóðu menn vaktina af mikilli staðfestu, hófu sjónvarpsútsendingar um hádegi og þær stóðu langt fram eftir degi. Við sáum Ólaf Ragnar Grímsson brillera svo í beinni útsendingu á fréttamannafundi að fjölmörgum finnst að þaðan megi hann ekki hverfa. Jafnvel þeir sem hafa haft ama af búsetu hans á Bessastöðum gátu ekki annað en viðurkennt að þarna er alvöru töffari á ferð. Öryggisventillinn virkaði, sagði þingmaður sem hefur þó áður vikið köldum orðum að forsetanum. Já, Ólafur Ragnar var flottur!

Brilleraði í beinni útsendingu.
Flottur forseti Brilleraði í beinni útsendingu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í sjónvarpssal voru álitsgjafar og bar þar mest á Guðna Th. Jóhannessyni, doktor í sagnfræði, og Ragnhildi Helgadóttur lagaprófessor. Bæði voru þau frábær. Fyrirfram hefði ég átt erfitt með að ímynda mér að lagaprófessor gæti verið líflegur í sjónvarpsviðtali en ég veit greinilega lítið um lagaprófessora því Ragnhildur kom verulega á óvart. Hún hefur sterkan og sérstakan persónuleika, er málefnaleg og miðlar fróðleik á afar skemmtilegan hátt. Maður lagði sannarlega við hlustir. Svona kona á að vera í sjónvarpi.

Bæði skemmtileg og málefnaleg.
Ragnhildur Helgadóttir Bæði skemmtileg og málefnaleg.

Mynd: © Gigja Einarsdottir 2015

Guðni Th. er náttúrlega mikið yndi, er afar fróður og óhræddur við að slá á létta strengi. RÚV virðist hafa fengið mikið dálæti á sagnfræðiprófessornum sem var einnig gestur þar kvöldið eftir og hafði ekkert látið á sjá. Ég gæti horft á Guðna á hverju kvöldi og er sannfærð um að fjölmargir eru á sama máli. Þarna voru tveir álitsgjafar sem höfðu mikið fram að færa, hafa sjónvarpssjarma og eru skemmtilegir. Við verðum að sjá meira af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli