fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Kjarnakona á skjánum

Hamingjudalur er þáttur sem vert er að fylgjast með

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 5. mars 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hefur hafið sýningar á nýrri þáttaröð af bresku sakamálaþáttunum Happy Valley. Þetta eru rómaðir þættir sem hafa hlotið ýmis verðlaun, þar á meðal BAFTA. Breskir áhorfendur sitja límdir við sjáinn meðan á sýningum stendur og íslenskir áhorfendur ættu að fara að dæmi þeirra.

Fyrsti þátturinn, sem sýndur var síðastliðið þriðjudagskvöld, byrjaði fremur rólega en fljótlega fóru ískyggilegir atburðir að gerast. Lögreglukonan skelegga, Catherine, er komin í klandur, kona sem hún hafði hótað fannst myrt. Félagi hennar í lögreglunni er í ekki betri málum. Sá hélt framhjá eiginkonu sinni með skaðræðiskvendi sem nú stendur fyrir ægilegri hefnd og virðist ætla að verða alveg jafn skæð og Glenn Close var í Fatal Attraction. Enn ein áminningin um að framhjáhald getur haft afar óskemmtilegar afleiðingar.

Stjarna þáttanna er Sarah Lancaster sem túlkar lögreglukonuna Catherine hreint frábærlega. Catherine sver sig í ætt við norrænu löggurnar, er drykkfelld, mædd og þreytt og ekki laus við skapbresti. Um leið er hún afar snjöll og leysir hin erfiðustu mál, oft með óvenjulegum aðferðum. Það er ekkert of mikið af áhugaverðum kvenhetjum á skjánum en Catherine er ein af þeim merkilegri. Hún er sannkölluð kjarnakona um leið og hún er afar gallaður persónuleiki. Ekki skemmir það, því yfirleitt er ekki gaman að fylgjast með gallalausu fólki í leiknum sjónvarpsþáttum. Góðmennin koma manni venjulega aldrei á óvart, þau kunna sig og eru alltaf heiðarleg, skynsöm og sanngjörn. Slíkt fólk er bráðnauðsynlegt í hinum raunverulega heimi, en í ímyndaða heiminum höfum við ekki sérlega mikinn áhuga á því. Þar viljum við fylgjast með gallagripunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu