fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Tolstoj um páska

RÚV sýnir Stríð og frið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 26. mars 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV fagnar páskum með sýningu á Stríði og friði, breskri þáttaröð í fjórum hlutum sem gerð er eftir snilldarverki Lev Tolstoj. Þetta eru stjörnum prýddir þættir. Með hlutverk hinnar töfrandi og lífsglöðu Natöshu fer Lily James, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja sem lafði Rose í Downton Abbey. Paul Dano leikur hinn klaufalega og hjartahlýja Pierre og James Norton leikur glæsimennið Andrei. Þau standa sig öll vel en senuþjófar þáttanna eru Gillian Anderson, Jim Broadbent og Greta Saachi, sem eru í aukahlutverkum en láta áhorfendur sannarlega taka eftir sér.

Þættirnir voru teknir upp í Rússlandi, Lettlandi og Litháen og umgjörðin er öll stórbrotin. Þættirnir gerast í Rússlandi á Napóleonstímanum. Þarna eru mögnuð bardagaatriði jafnt sem glæsilegar senur úr samkvæmislífi aðalsins. Þættirnir fengu gríðarlega góða dóma þegar þeir voru sýndir á Bretlandi og gagnrýnendur voru ósparir í stjörnugjöf. Þetta er glæsilegt búningadrama sem íslenskir áhorfendur ættu að njóta.

Samkvæmt könnun í Bretlandi sem gerð var um svipað leyti og sýningar hófust á þáttunum höfðu 4 prósent Breta lesið Stríð og frið. Þættirnir höfðu þau áhrif að þessi mikla skáldsaga tók að seljast í bókaverslunum og komst í fimmtugasta sæti á breska bóksalalistanum. Stríð og friður er löng skáldsaga og sagt er að það taki meðalmann, sem er í fullri vinnu, eitt og hálft ár að lesa hana – en þá er miðað við að hann sé ekki ýkja mikill lestrarhestur. Sannir lestrarhestar eru ekki nema nokkrar vikur að lesa þetta stórvirki.

Sýningar á þáttunum hófust fimmtudaginn 24. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni