fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Atkinson leikur Maigret

Nýir breskir lögregluþættir eru líklegir til að vekja athygli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 25. mars 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinna í þessum mánuði hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni ITV sýningar á myndum sem byggðar eru á glæpasögum rithöfundarins George Simenon um lögregluforingjann Jules Maigret. Það er hinn góðkunni leikari Rowan Atkinson sem fer með hlutverk Maigret, en hlutverkaskipanin vekur nokkra athygli því leikarinn er þekktur fyrir frábæran gamanleik en lítið fer fyrir glensi og gamni í fari lögreglufulltrúans fræga. Atkinson mun því sýna á sér nýja hlið í túlkun sinni á Maigret, en leikarinn segist vera mikill aðdáandi bókanna. Maigret hefur ótal sinnum verið túlkaður í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum og aðdáendur bókanna bíða spenntir eftir því hvernig Atkinson muni takast upp.

George Simenon var víðförull Belgi og bjó meðal annars í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann er meðal afkastamestu rithöfunda sem heimurinn hefur alið. Á ferli sínum skrifaði hann tæplega 500 bækur. Þar á meðal eru 75 skáldsögur og 28 smásögur um Maigret. Hann gat skrifað bók um lögreglufulltrúann á rúmri viku. Afköstin komu ekki niður á gæðunum því bækurnar um Maigret eru hágæðaglæpasögur. Í hópi aðdáenda bókanna voru rithöfundar eins og Andre Gide, William Faulkner, Muriel Spark og P.D. James. Simenon lést í svefni árið 1989, 86 ára gamall.

Atkinson leikur Maigret í tveimur myndum en ITV hefur þegar selt þær til nokkurra landa, þar á meðal Frakklands, Þýskalands og Danmerkur. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur hljóta að vonast eftir því að sjónvarpsstöð hér á landi festi kaup á þeim. Og meira af Atkinson því hann mun einnig leika í nýrri kvikmynd sem gerð er eftir hinn ástsælu sögu Davids Copperfield eftir Charles Dickens en þar leikur hann hinn eina sanna Wilkins Micawber.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni