fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Undur hafsins

Stórkostleg heimildamynd um Atlantshafið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 18. mars 2016 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver hefur ekki dálæti á hafinu? Allir sem verið hafa úti á sjó eða gengið niður að sjó vita hversu róandi það er að hlusta á öldugjálfur um leið og maður fyllist lotningu gagnvart dásemdum náttúrunnar. Þá verða flestar áhyggjur hjóm eitt. Hafið er undursamlegt.

RÚV hefur verið að sýna náttúruþætti frá BBC, Atlantshaf – ólgandi úthaf eða Atlantic – Wildest Ocean on Earth. Maður þurfti ekki að horfa lengi á þessa þætti áður en maður fór að óska þess að geta dvalið neðansjávar, þar sem flest er svo fallegt. Þar finnst gróður sem endalaust er hægt að dást að og ótrúleg dýr búa þar og heyja lífsbaráttu sína. Í síðasta þætti sáust meðal annars félagslyndir höfrungar vera að leika listir sínar og mikilfengleg sækýr kom einnig við sögu. Alflottastur í þessum þætti var samt hvalháfur en sú skepna mun vera jafn löng og þung og tveggja hæða strætisvagn. Hvalháfurinn var kynntur til leiks, eins og ofurhetja, við undirleik tónlistar sem minnti ögn á músíkina úr Jaws. Það fór sæluhrollur um mann við að sjá hann. Svo fór hann að éta það sem varð á vegi hans. Maður efaðist ekki um það eitt augnablik að hér væri alvöru töffari á ferð.

Alvara lífsins er að éta, sagði hinn góði íslenski þulur. Já, lífsbaráttan í sjónum er sannarlega hörð, þar eru þeir minni máttar fyrr eða síðar étnir af fyrirferðarmestu íbúunum.

Þarna eru sannir gæðaþættir á ferð. Gunnar Þorsteinsson er þýðandi og þulur. Hann hefur einstakaklega þægilega rödd og ekki er annað hægt en að leggja við hlustir. Hann á hrós skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu