fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Engin fyrirmyndarhjón

Átök í Spilaborg

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 11. mars 2016 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Underwood-hjónin eru aftur mætt til leiks í Spilaborg og nú talast þau vart lengur við, nema þá það allra nauðsynlegasta og þá af ískulda. Þetta er áhugaverð þróun í hjónabandi sem byggist að meginhluta á pólitískum metnaði tveggja einstaklinga. Það verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldinu. Varla skilja þau því það myndi skaða þau á hinu pólitíska sviði og það vilja þau allra síst að gerist.

Eiginlega er maður orðinn langeygur eftir því að Frank Underwood fái á baukinn jafn ógeðfelldur maður og hann er. Það er reyndar oftast þannig að þeir sem skaða aðra fá makleg málagjöld, en það líður reyndar oft ansi langur tími þar til það gerist. Þannig þurfum við sennilega að bíða enn um sinn eftir því að Frank Underwood þurfi að gjalda fyrir fólskuverk sín sem eru ansi mörg. Claire kona hans er nokkuð önnur manngerð en hinn áberandi illi eiginmaður, hún er dul og oft er erfitt að átta sig á því hvað hún er nákvæmlega að hugsa, meðan við vitum svo að segja allt um þankagang manns hennar. Hún er að ýmsu leyti mun áhugaverðari manngerð en hann.

Það er greinilegt að Kevin Spacey og Robin Wright hafa mikla ánægju af hlutverkum sínum. Stundum er beinlínis eins og þau séu í keppni um það hvort sýni meiri stórleik. Það er mikil skemmtun að fylgjast með þeim. Spacey hefur á ferlinum margsannað snilli sína og Wright er leikkona sem gerir allt vel. Í Everest, mynd Baltasar Kormáks, fór hún með lítið hlutverk en skein skært. Hún þurfti ekki að frjósa í hel í snjónum svo maður myndi eftir henni, hún þurfti bara að sýna sig og maður tók eftir henni. Hún bar af öðrum leikurum þeirrar myndar, sem stóðu sig þó margir mjög vel.

Spilaborg verður á skjánum næstu mánuði og manni ætti ekki að þurfa að leiðast á mánudagskvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli