fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Stútfull af húmor

Bókardómur: Ofur Kalli eftir Camillu Läckberg og Mills Sarri

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég fékk Ofur Kalla í hendurnar rifjuðust upp fyrir mér notalegar minningar úr fæðingarorlofinu sem ég fór í árið 2011, en þá uppgötvaði ég fyrst Camillu Lackberg og hina æsispennandi en mannlegu Fjällbacka seríu. Dag eftir dag sat ég á stofugólfinu umkringd smábörnum gaf brjóst og sussaði á þau til skiptist þar sem ég gat með engu móti slitið mig frá söguþræðinum.

Þess vegna var ákveðin nostalgía fólgin í því að komast yfir bók eftir sama höfund, og bjargaði geðheilsu minni ítrekað á þessu súrsæta tímabili, til að lesa fyrir barnahópinn minn nokkrum árum síðar. Og að sjálfsögðu voru væntingarnar upp úr öllu valdi.

Hundleiðist að vera smábarn

Bókin fjallar um Ofur Kalla sem langt frá því að vera venjulegt smábarn. Ástæðan er sú að nóttina sem hann kom í heiminn gerðist svolítið stórkostlegt. Ryk úr tveimur stjörnum sem sprungu barst alla leið til jarðarinnar og lenti á steinsofandi krílinu. Það gerði að verkum að Kalli litli fékk ofurmátt og getur bókstaflega allt sem önnur börn geta ekki.
Að því leiðir að Kalla drep leiðist ungbarnalífið. Kalli gerir sér nefnilega grein fyrir því að hann þarf að hjala, kúka í bleyju og borða vondan smábarnamat til að vekja ekki upp grunsemdir annarra fjölskyldumeðlima.
En í stað þess að brasa við að vera smábarn myndi hann miklu frekar vilja borða almennilegan mat, spjalla við systkini sín og æfa flugtæknina.

Tekur til sinna ráða

Amma Kalla sem passar hann á daginn tekur þó fljótlega eftir því að Kalli er allt öðruvísi en önnur börn á hans aldri. En í stað þess að bregðast illa við líkt og Kalli var alveg viss um að hún myndi gera þá umvefur hún hann enn meiri ást og hvetur hann áfram til að vera hann sjálfur.

Þá er Kalli mjög hrifin af systkinum sínum og tekur það mjög inn á sig þegar bróðir hans kvartar sáran undan skólafélaga sem leggur hann í einelti. Líkt og sannri ungbarna-ofurhetju sæmir þá tekur Kalli til sinna ráða til að vernda bróður sinn fyrir hrekkjusvíninu.

Þéttur söguþráður

Höfundur bókarinnar, Camilla Lackberg, er einn þekktasti glæpasagnahöfundur Svía. Konur (og menn) um alla Skandinavíu og víðar eru forfallnir aðdáendur ritverka hennar og því óvitlaust af Camillu að reyna við barnabók.
En líkt og með önnur verk Camillu þá negldi hún þetta verkefni algjörlega. Sagan um Ofur Kalla er stútfull af húmor en er á sama tíma mannleg. Söguþráðurinn er þéttur og grípandi. Millis Sarri málar myndirnar í bókinni alveg í takt við persónurnar og litlagleðin gefur bókinni nokkur auka sjarma-stig.

Heilt á litið hin skemmtilegasta barnabók. Því bind ég miklar vonir við að við Íslendingar fáum að sjá þýðingar á fleiri bókum í seríunni um hann Ofur Kalla í nánustu framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið