fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Töfrar ímyndunaraflsins

Bókardómur: Búðarferðin eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Ósk Ólafsdóttur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Búðarferðin eftir Ósk Ólafsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sýnir glögglega að þegar ímyndunaraflið fær að leika lausum hala getur allt gerst. Bergrún Íris myndskreytti söguna en hún hefur síðustu ár getið sér gott orð í myndlistarheiminum.

Í upphafi bókarinnar fara söguhetjurnar Blær og Busla út í búð að kaupa mjólk. Búðarferðin á þó eftir að reynast einstaklega viðburðarík en hinar ýmsu verur, völundarhús og snarbrött fjöll verða á vegi þeirra. Ævintýraheimurinn sem þær skapa í sögunni fangar töfrandi hugmyndaflug barna nokkuð vel.

Búðarferðin er ekki eina bók Bergrúnar í jólabókaflóðinu en nafn hennar er á kápum sjö bóka sem voru gefnar út á árinu. Þar á meðal myndskreytti Bergrún barnabókina Hin æruverðuga og ættgöfuga hefðarprinsessa fröken Lovísa Perlufesti Blómasdóttir – Daprasta litla stúlka í öllum heiminum eftir glæpasagnahöfundinn Stefán Mána.

Búðarferðin er ætluð yngsta lesendahópnum og söguhetjan Blær gæti, líkt og nafnið gefur til kynna, bæði verið strákur eða stelpa. Lesandinn sjálfur getur tekið ákvörðun um það. Texti bókarinnar er stuttur en segir það sem segja þarf. Ævintýrið felst nefnilega fyrst og fremst í listaverkum Bergrúnar Írisar sem glæða orðin lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið