fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Einar skreytir alltaf á aðfangadag

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 1. desember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Leikfélag Reykjavíkur hefur í ár falið hinum lítt þekkta Einari að fylla Borgarleikhúsið af jólatöfrum. Þetta verður að teljast svolítið djörf ákvörðun, því Einar er orðinn nokkuð aldraður og þar að auki síst menntaður til þess að eiga í samskiptum við unga áhorfendur. Reyndar er hann óttalega lélegur í öllum samskiptum, hann talar almennt ekki mikið og þegar hann gerir það, þá er eins og orðin festist innan í honum. Á Litla sviði Borgarleikhússins kemur þetta þó ekki að sök, því yfir Einari vakir sögumaður, sem segir frá ævi hans af mikilli hlýju, útskýrir framvindu sögunnar og segir stundum einmitt það sem áhorfendur hefðu gjarnan viljað benda Einari gamla á.

Einar er mikill jólaskreytingamaður en hann hefur bitið það í sig að ekki eigi að byrja of snemma að skreyta. Þess vegna sækir hann ekki jólaskrautið sitt upp á háaloft fyrr en á aðfangadag og það er einmitt þar sem leikritið hefst. Dvöl Einars á háaloftinu verður aðeins lengri en hann hafði gert ráð fyrir, það kemur þó ekki að sök, því þar er margt forvitnilegt að sjá. Auk þess er engin lognmolla í lífi Einars, þótt aleinn sé á aðfangadag.

Bergur Þór Ingólfsson er höfundur, leikstjóri og eini leikari sýningarinnar. Handritið er nokkuð þétt og hann fellur sjaldan í þá gildru að endurtaka eða festast í sama atriðinu. Leikstíllinn sveiflast á milli klaufabárðanna úr samnefndum sjónvarpsþáttum og Mr. Bean. Í ýktum töktum hins síðarnefnda virðist Einar vera að minnsta kosti aldargamall. Skjálfandi útlimir og endurtekningarsamir andlitskækir kættu yngstu áhorfendurna en sjálf var ég hrifnari af fótvissa klaufabárðinum sem stundum tók á sprett og virtist þá töluvert yngri og trúverðugri Einar.

Umgjörð verksins er notaleg og gamaldags. Þakrammi háaloftsins minnir á fjárhúsið fræga í Betlehem og auðveldlega má finna nokkur trúarleg tákn í sýningunni. Höfundurinn fylgir þó stefnu stærsta styrktaraðila leikhússins, og minnist ekkert á frelsarann. Er ekki einhver þversögn fólgin í því að vilja afmá kristna trú úr öllu jólahaldi borgarbúa?
Sýningin hentar vel börnum á leikskólaaldri og það er til fyrirmyndar hvernig þeim er boðið að velja á milli eigin sætis og þess að sitja alveg fremst við sviðið á mjúkum púðum. Þau hlógu mikið og virtust njóta sýningarinnar mjög vel. Við, þessi eldri, áttum líka ágæta stund þarna uppi á háalofti hjá Einari og munum gæta þess að fara varlega í jólaundirbúningnum í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool