fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Hin ómótstæðilega Lína

Dásamleg teiknimyndafígúra mætir aftur á skjáinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni 50 ára afmælis síns hefur RÚV rifjað upp gamalt og gott efni sem sýnt hefur verið á skjánum síðustu áratugi. Engin endursýning hefur glatt mann jafn mikið og sýningar á Línunni. Þeir sem ekki muna eftir Línunni frá því í gamla daga hafa vonandi verið svo heppnir að sjá hana á skjánum í þessum endursýningum.

Í þessum ítölsku teiknimyndum teiknar teiknari línu sem lifnar við. Línan gengur síðan eftir línu sem umbreytist skyndilega og verður til dæmis að hákarli eða bíl. Þá þarf Línan að bregðast við. Á stuttri göngu sinni lendir Línan í alls kyns hættum en á líka sínar góðu stundir. Línan er mjög mannleg, skrækir hátt og syngur þegar vel liggur á henni en stekkur síðan upp á nef sér við minnsta mótlæti og hellir sér þá yfir teiknara sinn. Línan er gangandi tilfinningabúnt, þar er engin bæling, engin viðleitni til að sýna yfirvegun eða hjúpa sig stóískri ró. Línan bregst við umhverfi sínu með tilfinningaríkum svipbrigðum og raddblæ. Hún er gríðarlega mislynd en um leið mjög einlæg og segir alltaf það sem henni býr í brjósti.

Þegar Línan var reglulegur gestur á sjónvarpsskjá landsmanna hér á árum áður var henni ætíð tekið opnum örmum á mínu heimili. „LÍNAN,“ hrópuðu þeir sem sátu fyrir framan sjónvarpstækið og þeir sem voru annars staðar í húsinu komu hlaupandi inn í stofu og fleygðu sér í sófann til að fylgjast með ævintýrum hinnar tilfinningaríku Línu.

Línan var einfaldlega einstök og ógleymanleg. Og hún er það ennþá.

RÚV hefur tekið upp þann góða sið (en bara tímabundið) að láta þulur birtast á skjánum og segja manni með sinni ljúfu rödd hvað verður á dagskrá kvöldsins. Ellý Ármanns var þula á dögunum og gæddi sér á jarðarberjum með rjóma meðan hún sagði okkur hvað væri á dagskrá. Önnur þula mætti með ungan son sinn sem hún kyssti á vangann eftir að hafa lesið dagskrána. Þetta var almennilega gert hjá þeim báðum. Mér finnst að þessar konur eigi að fá fastráðningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu