Ein stök plóma fljótandi í ilmvatni borin fram í karlmannshatti
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson gerir góðlátlegt grín að Yoko Ono í nýju verki sem sýnt er á sýningu listakonunnar í Listasafni Reykjavíkur um þessar mundir. Nokkrir listamenn voru beðnir um að gera ný verk innblásin af Yoko Ono til að sýna á Hafnarhúsinu.
Ragnar ákvað að sýna staka plómu fljótandi í ilmvatni ofan í karlmannshatti, en það er einmitt drykkur sem persóna Yoko Ono er látin panta á barnum þegar hún kemur fyrir í fimmtu seríu sjónvarpsþáttanna um Simpson-fjölskylduna.