fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Skemmtilegir endurfundir

Frumherjar sjónvarpsins er nýr þáttur á RÚV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 4. september 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumherjar sjónvarpsins eru þættir sem RÚV er nýbyrjað að sýna en þar segja sjónvarpsstjörnur okkur sögur af því þegar sjónvarpið hóf göngu sína. Þættirnir eru ellefu talsins og í þeim fyrsta var sagt frá glæpaþáttum, eins og Mission Impossible, Hawai-Five 0 og fleirum og sýnd voru atriði úr þeim og talað við leikara. Þetta var góð skemmtun, jafnvel þótt maður kannaðist ekki við alla þá vinsælu þætti sem fjallað var um. Ég man til dæmis ekki eftir Rockford með James Garner, en hefði gjarnan viljað sjá þá enda er leikarinn einkar sjarmerandi og nær alltaf að fanga athygli manns. Hann var einn viðmælenda í þessum fyrsta þætti, orðinn óskaplega gamall. Tíminn líður sannarlega hratt og ellin mun fanga mann áður en maður veit af.

Suma glæpaþætti sem þarna var fjallað um hafði maður séð í kanasjónvarpinu í gamla daga, eins og til dæmis The Untouchables sem í minningunni var skelfilega ofbeldisfullur þáttur og flotta hetjan Elliot Ness naut ekki mikillar hvíldar heldur var stöðugt á ferðinni í eltingaleik við stórhættulega glæpamenn. Svo var vitaskuld fjallað um Columbo, sem er minn uppáhalds sjónvarpsglæpaþáttur. Engin sjónvarpslögga jafnast á við Columbo. Hann er ómótstæðilegur í snjáða frakkanum með úfið hár og góðlegan svip. Svo var hann stöðugt að vitna í konuna sína – á lauslætistímum eins og við lifum þá er alltaf krúttlegt að sjá einhvern tala af virðingu og elsku um maka sinn. Peter Falk, sem lék Columbo svo frábærlega, er látinn þannig að ekki var hann meðal viðmælenda, en það var gaman að sjá samstarfsfélaga leikarans segja að hann hefði í raunveruleikanum verið afar líkur Columbo.

Flestir viðmælendur þáttarins voru komnir vel til ára sinna og voru sumir ansi hrumir, en ekki leikkonan Angie Dickinson. Hún er rúmlega áttræð en ekki sást það á henni. Fegrunaraðgerðirnar hafa greinilega gert sitt gagn og allt í lagi með það. Dickinson var ekki að tala samkvæmt pólitískum rétttrúnaði, hún segist ekki vera femínisti og ræddi mikið um það hversu vel hún kynni við sig í félagsskap karla. Hún var hress og skemmtileg.

Ég bíð spennt eftir næstu þáttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum