fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Coldplay minnist Gene Wilder

Fluttu lag úr Willy Wonka

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 09:56

Fluttu lag úr Willy Wonka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir hljómsveitarinnar Coldplay minntust leikarans ástsæla Gene Wilder á tónleikum í Denver sólarhring eftir lát hans. Þeir léku honum til heiðurs lagið Pure Imagination úr myndinni Willy Wonka and the Chocolate Factory, en Wilder söng lagið mjög eftirminnilega í kvikmyndinni sem er frá árinu 1971. Coldplay flutti lagið í stutta stund meðan ljós voru slökkt. Félagarnir í Coldplay settu myndbrot af flutningnum síðan á netið.

Gene Wilder lést síðastliðinn mánudag í faðmi fjölskyldu sinnar, 83 ára gamall, eftir þriggja ára baráttu við Alzheimer, en hann hafði haldið veikindum sínum leyndum fyrir umheiminum. Hann gekk fjórum sinnum í hjónaband, þriðja eiginkona hans var gamanleikkonan Gilda Radner sem lést úr krabbameini árið 1989, 42 ára gömul. Hann kvæntist fjórðu eiginkonu sinni árið 1991. Hann hélt í hönd hennar og var að hlusta á eitt uppáhaldslag sitt, Over the Rainbow, þegar hann lést.

Wilder lék í fjölmörgum myndum sem enn njóta mikilla vinsælda og má þar nefna Blazing Sadddles, The Producers, Young Frankenstein og Willy Wonka and the Chocolate Factory. Hann var einnig rithöfundur, sendi meðal annars frá sér ævisögu sína og skrifaði þrjár skáldsögur. Hann sagðist hafa farið að skrifa vegna þess að hann fengi ekki lengur send handrit sem vektu áhuga hans. Hann sagði að ekki væru lengur gerðar nógu góðar kvikmyndir og bætti við: „Mér leiðist að horfa á sprengjuárásir, skotbardaga, dráp og fólk sem skiptist á blótsyrðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum