fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025

Fjallkonan er kvótadrottning

Bryndís Björnsdóttir skoðar kúrdískar fjallkonur og Afríkuveiðar Íslendinga í gjörningi í Berlín

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fjallkonan í líki kvótadrottningar skaut upp kollinum í gjörningi í Þýskalandi á dögunum.

Gjörningurinn Mountain Woman – Tunes to FaceTime eftir Bryndísi Björnsdóttur myndlistarkonu fór fram í gömlum varðturni austurþýska lýðveldisins í Schlesischer Busch í Berlín, en áður var hann notaður til að koma í veg fyrir að landsmenn flýðu yfir Berlínarmúrinn til Vestur-Þýskalands. Gjörningurinn var fluttur í tilefni að fyrstu útgáfu tímarits The Many Headed Hydra, alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um hinar ýmsu birtingarmyndir vatns og vatnaferðalaga.

Í tímaritinu var meðal annars fjallað um gjörning Bryndísar sem var fluttur í Liechtenstein í fyrra, þar sem hún hafði brugðið sér í hlutverk göldróttar kvótadrottningar og vildi þannig takast á við það sem hún kallar „ný-nýlendustefnu Íslendinga í fiskveiðum,“ og á þar meðal annars við veiðar Samherja úti fyrir ströndum Afríku.

Í gjörningnum í Berlín hafði kvótadrottningin hins vegar smám saman umbreyst í persónugerving íslensku þjóðarinnar, svartklædda fjallkonu – með stígvél á höfðinu og umkringda dauðum fiskum – sem söng baráttulög kúrdísku kvennahreyfingarinnar í Rojava, en sú hersveit hefur barist hetjulega gegn vígamönnum Íslamska ríkisins á undanförnum árum.

„Konur þessarar kúrdísku hreyfingar eru oft skilgreindar sem „fjallkonur“ þar sem fjallið hefur mikla merkingu í menningu Kúrda enda hefur sá staður veitt þeim skjól í áraraðir og þar eiga helstu átökin sér stað enn í dag,“ útskýrir Bryndís fyrir blaðamanni. „Gjörningurinn endurskilgreinir hugmyndina um íslensku fjallkonuna með því að beita rödd hreyfingar sem þessa stundina er að leggja grunn að nokkurs konar lýðræðislegu ríkisleysi þar sem réttindi kvenna eru eitt helsta undirstöðuatriðið.“

Milli þess sem Bryndís söng baráttusöngvana sýndi hún fjallkonuútgáfu af frægu ávarpi Receps Edogan Tyrklandsforseta á myndbandsforritinu FaceTime í beinni útsendingu meðan valdaránstilraun stóð yfir.

Bryndís segir að framhald verði á gjörningnum og vangaveltum um kvennahreyfinguna í Rojava í haust og verður það hluti af The OH-project sem er samstarfsverkefni fimmtán lista- og fræðimanna hvaðanæva að úr heiminum, sem fer fram í og er innblásið af gömlu NATO-herstöðinni að Ásbrú.

Konur þessarar kúrdísku hreyfingar eru oft skilgreindar sem „fjallkonur“ þar sem fjallið hefur mikla merkingu í menningu Kúrda.

Mynd: Joanna Kosowska

Mynd: Joanna Kosowska

Mynd: Joanna Kosowska

Mynd: Joanna Kosowska

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lengjudeildin: Svakaleg dramatík í Grindavík – Njarðvík skoraði fimm

Lengjudeildin: Svakaleg dramatík í Grindavík – Njarðvík skoraði fimm
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást