fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Aftur í sviðsljósið

Barnastjarna slær í gegn í The Voice

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 15. mars 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjár Einn hefur hafið sýningar á nýrri þáttaröð af The Voice – bandarísku útgáfunni. Takk fyrir það, Skjár Einn! Þessir þættir hafa verið stældir víða um heim með mismunandi árangri. Til varð íslensk útgáfa sem stóðst engan samanburð við þá bandarísku, en enginn bjóst svosem við því. Breska útgáfan af The Voice er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, bara enn einn miðlungsraunveruleikaþátturinn.

Bandarísk útgáfan af The Voice er svo góð að jafnvel þeir sem fussa og sveia yfir raunveruleikaþáttum (og sú sem þetta skrifar hefur yfirleitt verið í þeim gírnum) hljóta að skipta um skoðun og koma sér þægilega fyrir í sófanum til að fylgjast með. Það er engin tilviljun að þessi þáttur hafi hlotið ótal verðlaun og verið sagður vinsælasti raunveruleikaþáttur heims. Þarna er ætíð talað á jákvæðum nótum, enginn er brotinn niður. Dómararnir eru miklu skemmtilegri en gengur og gerist í þáttum eins og þessum. Söngvararnir Adam Levine og Blake Shelton eru hryggjarstykkið í dómarateyminu, hæðast mátulega hvor að öðrum en um leið er greinilegt að milli þeirra ríkir vinátta og virðing sem þeir opinbera þó ekkert of mikið. Pharell hefur verið meðal dómara undanfarin misseri, prúður og yfirvegaður og veit sínu viti, og þarna er líka Christina Aquilera sem er mikill og skemmtilegur ólátabelgur sem lætur strákana ekki eiga neitt inni hjá sér.

Í fyrsta þættinum steig á svið ung kona sem söng Blue Bayou svo stórkostlega að dómararnir fjórir risu á fætur til að fagna henni. Sú heitir Alisan Porter, 34 ára gömul, og á sér merkilega sögu. Hún lék í auglýsingum þriggja ára gömul og lék sem barn í kvikmyndum, þar á meðal aðalhlutverkið í Curly Sue á móti Jim Belushi. Eins og stundum gerist í heimi fræga fólksins var Alisan háð áfengi og eiturlyfjum en síðustu átta ár hefur hún verið edrú og einbeitt sér að því að ala upp börnin sín þrjú ásamt manni sínum. Nú er hún aftur komin í sviðsljósið, þökk sér The Voice. Á Youtube hafa tæplega fjórar milljónir horft á frábæran flutning hennar á Blue Bayou. Þótt The Voice sé rétt að byrja er þegar veðjað á hana sem sigurvegara.

Það er unun að horfa á The Voice. Tíu trylltar truntur gætu ekki dregið mig að heiman þau kvöld sem þátturinn er sýndur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli